Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 8. 2013 | 12:45

Heimslistinn: Blixt upp um 52 sæti

Svíinn Jonas Blixt sigraði í gær á Greenbriar Classic.

Fyrir viku síðan var Blixt í 103. sæti, en fer nú vegna sigursins upp á topp-100 listann og betur en það hann er næstum því meðal efstu 50, er nú í 51. sæti!

Graeme McDowell, sem var í 9. sæti heimslistans í síðustu viku fer upp í 6. sætið fyrir sigur sinn á Alstom Open de France.

Efstu 5 sætin á heimslistanum eru óbreytt. Tiger er í 1. sæti; Rory er í 2. sæti; Justin Rose er í 3. sæti; Adam Scott er í 4. sæti og Matt Kuchar er í 5. sæti.

GMac er eins og áður segir í 6. sæti; Brandt Snedeker stendur í stað í 7. sæti; Phil Mickelson fer niður um 2 sæti úr 6. sæti í 8. sæti og Luke Donald fer niður um 1 sæti úr 8. sæti í 9. sætið og í 10. sætinu er Louis Oosthuizen sem stendur í stað.

Til þess að sjá heimslistann í heild SMELLIÐ HÉR: