Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 25. 2013 | 15:15

Eimskipsmótaröðin (4): Björgvin sló upphafshöggið í 50. sinn sem hann tekur þátt

Íslandsmótið í höggleik hófst á Korpúlfsstaðavelli í morgun.  Þátttakendur að þessu sinni eru 114 bestu karl- og 25 bestu kvenkylfingar landsins, að undanskyldum nokkrum sem eru við keppni í erlendis.

Björgvin Þorsteinsson, GA, sem tekur þátt í 50. landsmóti sínu sló upphafshöggið í keppninni, en Óttar Yngvason, GR, Íslandsmeistari 1962, sló heiðursupphafshögg.

Björgvin lauk 1. hring á 12 yfir pari, 83 höggum og er ekki ofarlega á skortöflunni að þessu sinni, en hann hefir þó 6 sinnum orðið Íslandsmeistari í höggleik og er sá íslenski kylfingur m.a. sem oftast hefir farið holu í höggi.

Þegar þetta er ritað kl. 15:00 er Birgir Leifur Hafþórsson, GKG, í efsta sæti – er búinn að spila 12 holur og er á 2 undir pari; en í kvennaflokki leiðir Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK, á 1 undir pari eftir 6 holur.

Spennandi Íslandsmóthelgi framundan á Korpunni og frír aðgangur!!!

Fylgjast má með stöðunni á Íslandsmótinu í höggleik með því að SMELLA HÉR: