Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 25. 2013 | 21:00

Eimskipsmótaröðin (4): Endurtekning frá 2012 í karlaflokki? Haraldur Franklín leiðir á glæsilegum 68 höggum eftir 1. dag!!!

Í dag hófst Íslandsmótið í höggleik á Korpúlfsstaðavelli og er öll umgjörð mótsins hin glæsilegasta í ár.

Eftir 1. dag er staðan í karlaflokki sú sama í efstu 2 sætunum og 2012.

Heimamaðurinn Haraldur Franklín Magnús, GR, leiðir á frábærum  þremur undir pari, stórglæsilegum 68 höggum!!!

Á hringnum fékk Haraldur Franklín 6 fugla, 9 pör  og 3 skolla. Í öðru sæti alveg eins og á Hellu fyrir 2 árum er Rúnar Arnórsson, GK á litlu síðara skori, flottum einum undir pari, 70 höggum.

Á eftir þeim Haraldi og Rúnari koma þeir Arnar Freyr Jónsson, GN; Alfreð Brynjar Kristinsson, GKG; Axel Bóasson, GK og Birgir Leifur Hafþórsson, GKG og deila þeir 3. sætinu á sléttu pari.

Í 7.-12. sæti  Kristófer Orri Þórðarson, GKG; Bjarki Pétursson, GB; Arnór Ingi Finnbjörnsson, GR; Magnús Lárusson, GKJ;  Örvar Samúelsson, GA og Haraldur Hilmar Heimisson, GR.

Sjá má stöðuna í heild eftir 1. dag með því að SMELLA HÉR: