Þátttaendur í European Young Masters dagana 25.-28. júlí 2013. F.v.: Birta Dís Jónsdóttir, GHD; Gísli Sveinbergsson, GK; Óðinn Þór Ríkharðsson, GKG og Ragnhildur Kristinsdóttir, GR. Mynd: gsimyndir.net
Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 26. 2013 | 09:00

Ísland í 16. sæti eftir 1. dag European Young Masters

European Young Masters hófst í gær en mótið er leikið á Hamburger Golf Club í Þýskalandi.

Ísland á fjóra keppendur í mótinu en það eru þau Ragnhildur Kristinsdóttir, GR, Birta Dís Jónsdóttir, GHD, Gísli Sveinbrgsson, GK og Óðinn Þór Ríkharðsson, GKG.

European Young Masters er fyrst og fremst einstaklingskeppni þar sem leiknar eru 54 holur í höggleik.

Samhliða einstaklingskeppninni fer einnig fram liðakeppni það sem þrjú bestu skorin af fjórum telja frá hverju landi.

Eftir 1. dag er íslenska liðið í 16. sæti.

Til þess að sjá skorið eftir 1. dag á European Young Masters SMELLIÐ HÉR: