Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 26. 2013 | 08:00

Golfgrín: Ný golfhugtök

Hér á eftir fer listi yfir ný og ekki svo ný „golfhugtök“, sem felast einkum í nafni frægra persóna úr heimi fræga fólksins, listamanna, stjórnmálamanna, íþróttamanna en líka bara annarra hugtaka, sem fá aðra meiningu, oft fyndna, séu þau sett í nýtt samhengi.

Listinn er á ensku og ekki hægt að þýða hann svo vel sé.

Vitið þið hvað „army golf“ er? Eða hvað átt er við þegar sagt er að golfhögg ykkar sé eins og „Rock Hudson“ eða „Laura Davies„?“ Þegar þið takið eina „Mrs. Robinson?“ Eða hvað átt er við þegar þið fáið eina „Elínu Nordegren eða einn Ted Kennedy?“ Þegar þið eruð í stöðu Díönu prinsessu?  Púttið einn „Mick Jagger?“  Fáið tengdason?  Eða þegar höggið ykkar lítur út eins og fílsra**? Eða vera á flöt og standa frammi fyrir Umberto Eco eða James Joyce (heyrist einkum á völlum á Ítalíu/Írlandi)? (Átt er við púttlínu sem jafn erfitt er að lesa og verk eftir þessa frægu rithöfunda).

Hér fer listinn og gaman að hafa nokkur góð hugtök á takteinum til að koma golffélögum ykkar á óvart SMELLIÐ HÉR: