Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 25. 2013 | 13:00

Suðurlandsmótaröðinni lauk í gær

Fyrstu Suðurlandsmótaröðinni í golfi lauk í gær þegar fjórði og síðasti hringurinn var leikinn á Kiðjabergsvelli.Fjölmargir tóku þátt í mótaröðinni, en þetta var í fyrsta skipti sem golfklúbbar á Suðurlandi halda mótaröð sem þessa.

Forsvarsmenn mótaraðarinnar segja hana komna til að vera og verða einungis stærri á næstu árum.

Auk Kiðjabergsvallar var leikið á Svarfshólsvelli á Selfossi, Strandavelli á Hellu og Gufudalsvelli í Hveragerði.

Sigurvegarar mótaraðarinnar voru sem hér segir.

Drengjaflokkur, 12 ára og yngri:

Pétur Steindór Sveinsson – GHG

Stúlknaflokkur, 12 ára og yngri:

Vala Guðlaug Jónsdóttir – GOS

Drengjaflokkur, 13-14 ára:

Björn Ásgeirsson – GHG

Stúlknaflokkur, 13-14 ára:

Heiðrún Anna Hlynsdóttir – GOS

1. flokkur:

Guðjón Öfjörð Einarsson – GOS

2. flokkur:

Eikríkur Þór Eikríksson – GOS

3. flokkur:

Guðmundur Þór Hafsteinsson – GOS

4. flokkur:

Svanur Geir Bjarnason – GOS