Golfskálinn á Grænanesvelli á Neskaupsstað.
Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 25. 2013 | 14:45

GN: Ragnar fór holu í höggi!

Það er ekki á hverjum degi að farin er hola í höggi á Grænanesvelli, Því var það enn ánægjulegra þegar það gerðist í gær þegar Ragnar Sverrisson úr golfklúbbi GN fór holu í höggi á fjórðu braut vallarins.

Ragnar var búinn að hugsa sig nokkuð um að taka 7-járn af teig en þegar hann gáði vel á vindstöðu flaggstangarinnar ákvað hann með sinni reynslu að skipta niður og tók upp 6 járnið. Sló hann höggið með einbeitingarsvip og lagði alla sína kunnáttu í draumahöggið.

Rétt er að taka fram að sjálfsögðu var þetta ekki í fyrsta sinn sem Ragnar fer holu í höggi, heldur var þetta í hans fjórða skipti.

Golf 1 óskar Ragnari til hamingju með fjórða ásinn!!!