Kristján Þór frestar þátttöku í úrtökumóti fyrir Evrópumótaröðina vegna brjóskloss
Kristján Þór Einarsson, GKJ og Íslandsmeistari í höggleik 2008, mun verða að nokkru frá keppni og tekur ekki þátt í úrtökumóti fyrir Evrópumótaröðina nú haust eins og hann hafði ætlað sér vegna brjóskloss í baki, sem hefir verið að há honum. Þrátt fyrir brjósklosið mun hann þó taka þátt í Einvíginu á Nesinu n.k. mánudag, 5. ágúst 2013. Kristján svaraði nokkrum spurningum Golf1 um meiðsli sín: Hvenær kenndir þú þér fyrst meins í baki og hvenær varstu greindur með brjósklos? Ég byrjaði á því að festast í bakinu um miðjan apríl svo að ég var rúmliggjandi í nokkra daga og svo gekk það hjá og lagaðist, en eftir Íslandsmótið í Lesa meira
PGA: WGC-Bridgestone hafið
Bridgestone Invitational heimsmótið í golfi hófst nú rétt í þessu á Firestone golfvellinum á Akron í Ohio, en mótið er mót vikunnar á PGA. Meðal þeirra sem þátt taka í mótinu 73 sem þátt taka í Bridgestone mótinu að þessu sinni eru 49 af 50 bestu kylfingum heims. Einn þeirrra er Tiger Woods, sem reyna mun við sigur í 8. sinn á mótinu. Aðspurður um sigra sína á Firestone golfvellinum á blaðamannafundi í gær sagði Tiger m.a. að sér liði vel á Firestone golfvellinum; en aðferðin að sigri hefði verið mismunandi milli ára. Stundum hefði hann ráðið lögum og lofum; önnur skipti hefði hann þurft að vera frumlegur. Til þess Lesa meira
Inbee Park á 3 undir pari eftir fyrsta dag á Opna breska
Inbee Park, sem er nr. 1 á Rolex-heimslista bestu kvenkylfinganna spilaði vel á St. Andrews í dag á Opna breska kvenrisamótinu, sem hófst í dag. Eitt er þó víst að hún sjálf hefði eflaust kosið að spila betur. Eftir fyrri 9 var Inbee á 5 undir pari. Hins vegar seig á ógæfuhliðina á seinni 9 því þar fékk Inbee „aðeins“ tvo fugla; var m.a. komin í 6 undir pari eftir 10. holu, en fékk síðan 2 skolla og 1 slæman skramba (á par-4 16. brautina eftir að hafa lent í bönker) og varð því að sætta sig við að vera á 3 undir pari (2 höggum á eftir forystukonum 1. Lesa meira
GB: Fjóla og Ásta Sigríður sigruðu í Gullhamrinum
Frábært kvennamót fór fram á Hamarsvelli í Borgarnesi í gær, síðasta dag júlímánaðar 2013; Gullhamarinn. Veðrið hefði mátt vera skemmtilegra, en 31 hress kvenkylfingur lét það ekki á sig fá. Leikfyrirkomulag var hefðbundið: höggleikur án forgjafar og punktakeppni með forgjöf og veitt verðlaun fyrir 3 efstu sætin í hvorutveggja. Konur í Golfklúbbi Borgarness voru sigursælar í ár en í báðum leikflokkum sigruðu GB-konur. Fjóla Pétursdóttir, klúbbmeistari GB 2012 sigraði í höggleiknum á 95 höggum og Ásta Sigríður Eyjólfsdóttir, GB, sigraði í punktakeppninni, var með 36 punkta og átti 5 punkta á næsta keppanda. Jafnframt voru veitt verðlaun fyrir að vera næstur holu og fyrir lengsta teighögg, en þau verðlaun hlutu Lesa meira
Westwood gerir breytingar á leik sínum
Lee Westwood setti nú nýlega inn á facebook nýjustu stöðu á leik sínum. Þar sagði hann m.a.: „Ég hef breytt nokkrum atriðum í leik mínum nú nýlega og er jákvæður og trúi á að það sé til góða. Ég vona að það gerist eins fljótt og það hefir sýnt sig til þessa.
McGinley fær lífstíðaraðild að Quinta do Lago
Fyrirliði evrópska Ryder Cup liðsins Paul McGinley varð þess heiðurs aðnjótandi nú á dögunum að hljóta lífstíðarfélagsaðild í Quinta do Lago golfklúbbnum í Algarve, Portugal. McGinley hefir verið reglulegur gestur á þessum portúgalska golfstað ásamt fjölskyldu sinni s.l. 20 ár – en þar opnaði hann eina Paul McGinley golfkennsluskólann í heimi árið 2011 og fylgdi því eftir með fullkomnu TaylorMade Fitting Center nú í byrjun sumars Viðurkenningin var veitt McGinley við heiðurskvöldverð af formanni klúbbsins David Proctor og kvenformanni klúbbsins Jane Reason. McGinley sagði m.a. við það tækifæri: „Það er mikill heiður að taka við þessari heiðursviðurkenningu. Fjölskylda mín og ég höfum komið til Algarve og sérstaklega til Quinta do Lago Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Helgi Birkir Þórisson – 31. júlí 2013
Afmæliskylfingur dagsins er Helgi Birkir Þórisson. Helgi Birkir er fæddur 31. júlí 1975 og er því 38 ára í dag. Helgi Birkir er í Golfklúbbi Setbergs. Sjá má nýlegt viðtal Golf1 við Helga Birki með því að SMELLA HÉR: Aðrir frægir kylfingar eru: Peter Albert Charles Senior, 31. júlí 1959 (54 ára) ….. og …… Árni Snævarr Guðmundsson · 46 ára Þorvaldur Í Þorvaldsson · 55 ára Víðir Jóhannsson, GÞH (57 ára) Kolbrún Rut Olsen (17 ára) Hss Handverk (47 ára) Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öðrum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið! Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta afmæliskylfings getið í upptalningu kylfinga, sem eiga afmæli hafið samband við golf1@golf1.is
Ólafur Björn tekur þátt í úrtökumótum fyrir Web.com og Evrópumótaröðina
Ólafur Björn Loftsson, NK, tilkynnti á facebook síðu sinni að hann myndi taka þátt í úrtökumótum fyrir Web.com og Evrópumótaröðina. Ólafur Björn sagði eftirfarandi á facebook síðu sinni: „Búinn að skrá mig til leiks í úrtökumótunum í haust. Hef ákveðið að taka þátt bæði í úrtökumótum fyrir Evrópumótaröðina og fyrir Web.com mótaröðina í Bandaríkjunum. Það verða samanlagt sjö mót frá september til desember í nokkrum löndum og er ég mjög spenntur fyrir þessi átök. Ég mun fara til Bandaríkjanna þann 19. ágúst og hefja leik á fyrsta stigi þar í landi 4.-6. september í Brunswick, Georgíu. Eftir það mót verð ég í Norður-Karólínu fram að fyrsta stiginu í Evrópu 1.-4. október Lesa meira
Flestar konur myndu vilja halda framhjá með Tiger
Skv. könnun sem vefsíðan Victoria Milan stóð fyrir og birti fyrir tveimur vikum (þriðjudaginn 16. júlí) undir fyrirsögninni „3225 female cheaters“, vildu flestar konurnar, sem þátt tóku í skoðanakönnuninni eiga í framhjáhaldi með Tiger Woods. Reyndar gátu þær aðeins valið úr topp-kylfingum. Sjá má fréttina á Fox Sports með því að SMELLA HÉR: Allt eru nú gerðar kannanir um!!! Baráttan var hörð milli Tiger og Adam Scott – en Tiger hafði betur!!! Flestar vissu konurnar, sem þátt tóku í könnuninni, um framhjáhaldsskandal Tiger 2009 og flestum var sama um þó hann ætti kærestu, Lindsey Vonn. Það sem e.t.v. kemur helst á óvart er að 14% gátu hugsað sér að halda framhjá með Lesa meira
Laura Davies gæti hugsað sér að vera fyrirliði í Solheim Cup
Það gæti verið að Laura Davies komist ekki í Solheim Cup lið Evrópu í fyrsta sinn frá upphafi keppninnar. Og þetta er líka í fyrsta sinn sem Davies hefir orðað þá ósk sína að í framtíðinni gefi hún kost á sér að vera fyrirliði evrópska Solheim Cup liðsins. Hún orðaði þá ósk sína í viðtali á GolfChannel.com í dag, en þar sagði hún m.a.: „Mér finnst ótrúlegt að Solheim Cup hafi aldrei farið fram á Englandi. Það hafa verið fleiri kylfingar frá Englandi í evrópska Solheim Cup liðinu en frá öðrum þjóðum að frátöldu Svíþjóð. Þannig að ef Solheim Cup verður nokkru sinni haldið í Englandi, myndi það koma til Lesa meira








