Kristján Þór frestar þátttöku í úrtökumóti fyrir Evrópumótaröðina vegna brjóskloss
Kristján Þór Einarsson, GKJ og Íslandsmeistari í höggleik 2008, mun verða að nokkru frá keppni og tekur ekki þátt í úrtökumóti fyrir Evrópumótaröðina nú haust eins og hann hafði ætlað sér vegna brjóskloss í baki, sem hefir verið að há honum. Þrátt fyrir brjósklosið mun hann þó taka þátt í Einvíginu á Nesinu n.k. mánudag, 5. ágúst 2013.
Kristján svaraði nokkrum spurningum Golf1 um meiðsli sín:
Hvenær kenndir þú þér fyrst meins í baki og hvenær varstu greindur með brjósklos?
Ég byrjaði á því að festast í bakinu um miðjan apríl svo að ég var rúmliggjandi í nokkra daga og svo gekk það hjá og lagaðist, en eftir Íslandsmótið í holukeppni fór ég að finna mikið til og byrjaði þá í sjúkraþjálfun og hef verið í henni alveg síðan. Greiningin kom ekki í ljós fyrr en síðasta mánudag eftir Íslandsmótið er ég fór í myndartöku þar sem að verkurinn var farinn að leiða alla leið niður í kálfa.
Hefir brjósklosið verið að há þér í golfleik þínum?
Já það hefur gert það að einhverju leyti, eins og t.d. í Meistaramótinu að þá gat ég ómögulega slegið fullt högg því það var hrikalega óþægilegt að slá í gegnum höggið.
Þú áttir frábæran hring á Íslandsmótinu í höggleik (laugaradaginn 27. júlí s.l) lékst á 4 undir pari, varstu farinn að finna fyrir brjósklosinu þá?
Ég fann ekki fyrir þessu í bakinu þannig séð, ég gat vel slegið í gegnum höggin en ég var farinn að finna soldið fyrir því hvernig ég var að stífna upp í kálfanum þegar að líða fór á hringinn en svo á lokahringnum kom svolítið löng bið á 11. teig og það var þá sem ég fann virkilega fyrir þessu því eftir biðina var mér farið að finnast óþægilegt að ganga.

Kristján Þór Einarsson, GKJ ásamt kylfubera sínum Einari Lyng á 3. degi Íslandsmótsins í höggleik 2013. Mynd: Golf 1
Hvað gerirðu til þess að komast fyrir brjósklosið?
Ég er í svokallaðri togmeðferð núna þar sem að ég mæti á hverjum degi og ligg á bekk sem að togar mig síðan aðeins í sundur í þeirri von um að brjóskið gangi aftur til baka undir liðinn. Ég verð í þessari meðferð næstu tvær vikurnar og ef að það verður lítil breyting á þessu að þá þarf ég að hitta taugaskurðlækni varðandi framhaldið
Hvernig lítur út með afgang sumarsins? Muntu taka þátt í fleiri stigamótum á Eimskipsmótaröðinni?
Það fer í rauninni bara allt eftir því hvernig bakið verður, ég mun þó mæta og taka þátt í Einvíginu á Nesinu nk mánudag og svo mun ég spila eitthvað í sveitakeppninni en ég er búinn að ákveða að ég ætla að taka mér frí í næsta móti á Eimskipsmótatöðinni sem verður haldið hjá GKG en svo sé ég bara til með síðasta stigamótið í lok ágúst hvernig ég verð í bakinu hvort að ég muni taka þátt eða ekki.
Hvað með framtíðina? Hyggstu taka þátt í úrtökumótum fyrir mótaraðir PGA eða Evrópumótaröðina?
Planið var að fara út í úrtökumót fyrir Evrópumótaröðina núna í september en þar sem að ég er að glíma við þetta brjósklos núna að þá ætla ég að slá því á frest um eitt ár í viðbót þar sem að ég get ekki náð inn þeim æfingatíma sem að ég hefði viljað fyrir það mót.
- mars. 26. 2023 | 23:24 PGA: Sam Burns sigraði í WGC-Dell holukeppninni
- mars. 21. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Stewart Cink ——– 21. mars 2023
- mars. 21. 2023 | 15:00 Next Golf Tour: Sigurður Arnar sigraði á Adare Manor!!!
- mars. 20. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Arjun Atwal ——– 20. mars 2023
- mars. 20. 2023 | 08:45 Champions: Ernie Els sigraði á Hoag Classic
- mars. 20. 2023 | 08:00 LIV: Danny Lee sigraði í LIV Golf – Tucson
- mars. 19. 2023 | 22:30 PGA: Taylor Moore sigraði á Valspar
- mars. 19. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Guðrún Kristín Bachmann – 19. mars 2023
- mars. 19. 2023 | 14:00 PGA: Adam Schenk leiðir f. lokahring Valspar m/Fleetwood og Spieth á hælunum
- mars. 18. 2023 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (11/2023)
- mars. 18. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Bragi Brynjarsson og Marousa Polias – 18. mars 2023
- mars. 18. 2023 | 15:00 LET: Pauline Roussin-Bouchard sigraði í einstaklingskeppni Aramco Team Series – Singapore
- mars. 17. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Tumi Hrafn Kúld – 17. mars 2023
- mars. 16. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Vincent Tshabalala og Guðný Ævarsdóttir – 16. mars 2023
- mars. 15. 2023 | 18:00 Evróputúrinn: Jorge Campillo sigraði á Magical Kenya Open