Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 1. 2013 | 13:00

PGA: WGC-Bridgestone hafið

Bridgestone Invitational heimsmótið í golfi hófst nú rétt í þessu á Firestone golfvellinum á Akron í Ohio, en mótið er mót vikunnar á PGA.

Meðal þeirra sem þátt taka í mótinu 73 sem þátt taka í Bridgestone mótinu að þessu sinni eru 49 af 50 bestu kylfingum heims.

Einn þeirrra er Tiger Woods, sem reyna mun við sigur í 8. sinn á mótinu.

Aðspurður um sigra sína á Firestone golfvellinum á blaðamannafundi í gær sagði Tiger m.a. að sér liði vel á Firestone golfvellinum; en aðferðin að sigri hefði verið mismunandi milli ára. Stundum hefði hann ráðið lögum og lofum; önnur skipti hefði hann þurft að vera frumlegur.

Til þess að fylgjast með stöðunni á WGC-Bridgestone SMELLIÐ HÉR: