
Ólafur Björn tekur þátt í úrtökumótum fyrir Web.com og Evrópumótaröðina
Ólafur Björn Loftsson, NK, tilkynnti á facebook síðu sinni að hann myndi taka þátt í úrtökumótum fyrir Web.com og Evrópumótaröðina.
Ólafur Björn sagði eftirfarandi á facebook síðu sinni:
„Búinn að skrá mig til leiks í úrtökumótunum í haust. Hef ákveðið að taka þátt bæði í úrtökumótum fyrir Evrópumótaröðina og fyrir Web.com mótaröðina í Bandaríkjunum. Það verða samanlagt sjö mót frá september til desember í nokkrum löndum og er ég mjög spenntur fyrir þessi átök. Ég mun fara til Bandaríkjanna þann 19. ágúst og hefja leik á fyrsta stigi þar í landi 4.-6. september í Brunswick, Georgíu. Eftir það mót verð ég í Norður-Karólínu fram að fyrsta stiginu í Evrópu 1.-4. október sem verður haldið í Frakklandi.
Það verður mikilvægt að nota tímann vel fram að úrtökumótunum að vinna í nokkrum þáttum í mínum leik. Mikilvægasti þátturinn er sveiflan mín en ég þarf að ná meiri stöðugleika í henni og bæta nokkur atriði.
Ég endaði í 4. sæti í Íslandsmótinu í höggleik á korpunni um síðustu helgi. Völlurinn var frábær og hentaði mér vel en ég náði því miður ekki þeim árangri sem ég vonaðist eftir. Boltaslátturinn var ekki nógu góður en ég var að slá lágt, með of miklu dragi og litlum spuna. Ég hef verið að vinna við að bæta þetta og vonandi næ ég betri tökum á þessu í næsta móti. Stutta spilið var í lagi en hefur oft verið betra. Mér gekk á tímum erfiðlega að meta hraðann í púttunum en á móti kom að miðið var mun betra í mótinu og púttin voru að byrja á réttri línu.
Ég skemmti mér konunglega þessa vikuna enda varla annað hægt í þessu frábæra veðri og þessu frábæra móti. Umgjörðin sem GR-ingar bjuggu til fyrir mótið var stórglæsileg og án efa sú flottasta frá upphafi. Þeir fá mikið hrós fyrir alla þá vinnu sem þeir lögðu í mótið og aðrir mótshaldarar mega taka GR-inga til fyrirmyndar.
Ég óska Bigga og Sunnu innilega til hamingju með titlana.“
- ágúst. 13. 2023 | 21:00 Íslandsmótið 2023: Logi hlaut Björgvinsskálina!
- ágúst. 13. 2023 | 19:30 Íslandsmótið 2023: Ragnhildur og Logi Íslandsmeistarar!!!
- ágúst. 12. 2023 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (32/2023)
- ágúst. 7. 2023 | 23:00 Birgir Björn sigurvegari Einvígisins á Nesinu 2023
- ágúst. 1. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Guðlaugur Gíslason og Guðmundur Liljar Pálsson – 1. ágúst 2023
- ágúst. 1. 2023 | 08:18 Ryder Cup 2023: Stewart Cink 5. varafyrirliði liðs Bandaríkjanna
- júlí. 31. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Kolbrún Rut Evudóttir – 31. júlí 2023
- júlí. 31. 2023 | 12:00 European Young Masters: Markús Marelsson varð í 2. sæti!!! – Glæsilegur!!!
- júlí. 30. 2023 | 23:59 PGA: Lee Hodges sigurvegari 3M Open
- júlí. 30. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Bergsteinn Hjörleifsson – 30. júlí 2023
- júlí. 29. 2023 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (30/2023)
- júlí. 29. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Signý Marta Böðvarsdóttir – 29. júlí 2023
- júlí. 28. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Hinrik Gunnar Hilmarsson og Þórdís Lilja Árnadóttir – 28. júlí 2023
- júlí. 27. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Jordan Spieth – 27. júlí 2023
- júlí. 26. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Mick Jagger, Allen Doyle, Sigríður Rósa Bjarnadóttir og Daniel Hillier – 26. júlí 2023