Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 1. 2013 | 12:45

Inbee Park á 3 undir pari eftir fyrsta dag á Opna breska

Inbee Park, sem er nr. 1 á Rolex-heimslista bestu kvenkylfinganna spilaði vel á St. Andrews í dag á Opna breska kvenrisamótinu, sem hófst í dag.  Eitt er þó víst að hún sjálf hefði eflaust kosið að spila betur.

Eftir fyrri 9 var Inbee á 5 undir pari. Hins vegar seig á ógæfuhliðina á seinni 9 því þar fékk Inbee „aðeins“ tvo fugla; var m.a. komin í 6 undir pari eftir 10. holu, en fékk síðan 2 skolla og 1 slæman skramba (á par-4 16. brautina eftir að hafa lent í bönker) og varð því að sætta sig við að vera á 3 undir pari (2 höggum á eftir forystukonum 1. dags enn sem komið er).

Í efsta sæti eftir 1. dag, enn sem komið er, eru NY Choi og Stacy Lewis báðar á 5 undir pari, en fjölmargar eiga eftir að ljúka hringjum sínum.

Til þess að fylgjast með Opna breska risamótinu í kvennagolfinu SMELLIÐ HÉR: