Það er fallegt í Öndverðarnesinu. Mynd: Golf 1.
Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 3. 2013 | 10:00

GÖ: Sólrún og Birkir Örn sigruðu í hjóna- og parakeppni Heimsferða og Didriksson

Þann 26.-27. júlí s.l. fór fram hjóna- og parakeppni Heimsferða og Didriksson á Öndverðarnessvelli.

Þátttakendur voru 156 eða 78 pör.

Mótið var tveggja daga og tókst hið besta til í alla staði.

Úrslit voru eftirfarandi:

Sólrún Viðarsdóttir

Sólrún Viðarsdóttir – 1. sæti!

1. sæti – Sólrún Viðarsdóttir / Birkir Örn Karlsson 86p

Birkir Örn Karlsson

Birkir Örn Karlsson – 1. sæti!

2. sæti – Björk Svarfdal Hauksdóttir / Guðmundur Örn Óskarsson 82p

3. sæti – Þórhalla Arnardóttir / Kolbeinn Már Guðjónsson 80p

4. sæti – Arnfríður I Grétarsdóttir / Viktor Jónsson 80p

5. sæti – Margrét Sigurðardóttir / Guðmundur Arason 80p

Þess mætti geta að sigurvegarinn Sólrún Viðarsdóttir rekur Power Yoga Iceland, þar sem hún stendur fyrir golf yoganámskeiðum bæði fyrir golfara og dansara. Golfjógað hjá Sólrúnu er skipt upp í 3 erfiðleikastig par, birdie og eagle. Kennt er í Bæjarhrauni 2, Hafnarfirði og Jógastöðinni Jafnvægi í Garðabæ, en námskeið hjá Sólrúnu í golfjóga hefjast aftur 1. október n.k.  Æfingarnar eru frábærar og það sýnir sig að þær skila 1. sætinu í golfmótum!!!  Komast má á heimasíðu Sólrúnar með því að SMELLA HÉR: 

Lesa mátti eftirfarandi á facebook síðu Sólrúnar eftir sigurinn:

„Ég og sonurinn fengum fyrstu verðlaun í tveggja daga golfmóti Heimsferða og Didrikson í GÖ um helgina. Fyrri daginn var spilaður betri bolti og seinni daginn Greensome en alls náðum við okkur í 86 punkta. Veðrið var alveg geggjað og þvílíkt skemmtilegt að spila. Takk kærlega fyrir að taka þátt í þessu móti með mér Birkir, það var alveg frábært að spila með þér!“

Golf 1 óskar mæðginunum til hamingju með sigurinn –  1. sætið af 78 liðum sem þátt tóku er glæsilegt!!!

Nándarverðlaun dagur 1.

2.braut – Soffía Björnsdóttir – 0m  (Ás!!! – Innilega til hamingju með draumahöggið!!!)

5.braut – Hafdís Helgadóttir – 3.30m

13.braut – Aðalsteinn Steinþórsson – 3.51m

15.braut – Ómar Kristjánsson – 0.99m

18.braut – Björk Ingvarsdóttir – 1.36m

 

Nándarverðlaun dagur 2.

2.braut – Jón Thorarensen – 2.85m

5.braut – Sigríður Björnsdóttir – 2.30m

13.braut – Hafdís Helgadóttir – 2.84m

15.braut – Árni Guðmundsson – 1.18m

18.braut – Jóhanna Sólveig Lövdahl – 3.06m