Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 2. 2013 | 19:00

Föt Rory á PGA Championship

Nike er búið að gefa út hvað Rory McIlroy muni klæðast á PGA Championship risamótinu í Oak Hill nú í ár.

Rory sem á titil að verja mun klæðst þeim fötum sem eru á meðfylgjandi mynd úr haustfatalínu Nike.

Á fimmtudeginum er hann í bláu og hvítu. Á föstudeginum appelsínugulum bol og í hvítum buxum. Um helgina er hann í svörtum og græn- röndóttum bol í hvítum buxum þ.e. á laugardeginum og á sunnudeginum í léttum bol í gamma bláum lit og gráum buxum.

Í öllum tivikum verður Rory með hvítt belti og í Nike Lunar Control golfskóm.