Viðtalið: Helga Kristín Einarsdóttir, NK.
Viðmælandi Golf1 í kvöld er hinn 17 ára klúbbmeistari NK 2013, sem þar að auki hefir sigrað á fyrsta stigamóti sínu á Íslandsbankamótaröðinni.
Fullt nafn: Helga Kristín Einarsdóttir.
Klúbbur: Nesklúbburinn.
Hvar og hvenær fæddistu? Ég fæddist í Reykjavík, 4. janúar 1996.
Hvar ertu alin upp? Á Seltjarnarnesi.
Í hvaða starfi/námi ertu? Ég er í Verzlunarskóla Íslands og er að byrja á öðru ári.
Hverjar eru fjölskylduaðstæður og spilar einhver í fjölskyldunni golf? Ég bý með foreldrum mínum og bróður, við erum öll á fullu í golfinu.
Hvenær byrjaðir þú í golfi? Fór á nokkur golfnámskeið þegar ég var yngri en ég byrjaði að stunda þetta á fullu fyrir þremur árum.
Hvað varð til þess að þú byrjaðir í golfi? Foreldrar mínir voru í golfi.
Þér hefur gengið vel á þessu ári: vannst stigamót á Íslandsbankamótaröðinni og varðst klúbbmeistari Nesklúbbsins. Hverju þakkar þú þennan glæsilega árangur? Ætli það séu ekki allar æfingarnar í vetur sem hafa verið að skila sér núna í sumar.
Nú varstu kylfuberi fyrir Nökkva Gunnarsson á Íslandsmótinu í höggleik, sem er nýafstaðið, fannst þér þú læra á því? Já, alveg tvímælalaust.
Hvernig fannst þér Korpan og Íslandsmótið 2013 svona heilt yfir? Alveg til fyrirmyndar og völlurinn í toppstandi.
Hvort líkar þér betur við skógar- eða strandvelli? Skógarvelli, þeir eru meira krefjandi.
Hvort líkar þér betur holukeppni eða höggleikur? Hvort tveggja skemmtilegt en ætli ég velji ekki holukeppnina, þar getur allt gerst.
Hver er uppáhaldsgolfvöllur/vellir á Íslandi? Korpan og Hvaleyrin eru í miklu uppáhaldi.
Hver er uppáhaldsgolfvöllur/vellir hvar sem er í heiminum? University Park Country Club í Flórída hef spilað mest á honum.
Hver er sérstæðasti golfvöllur sem þú hefir spilað á og af hverju? Allir vellir hafa sinn sjarma. Get ekki valið á milli.
Hvað ertu með í forgjöf? 6.2.
Hvert er lægsta skorið þitt í golfi og hvar/á hvaða velli náðir þú því? 75 högg á Nesvellinum
Hvert er helsta afrekið þitt til dagsins í dag í golfinu? Að verða klúbbmeistari Nesklúbbsins.
Hefir þú farið holu í höggi? Nei.
Hvaða nesti ertu með í pokanum? Er alltaf með ávexti og vatn.
Hefir þú tekið þátt í öðrum íþróttum? Já, ég var í fimleikum og fótbolta.
Hver er uppáhaldsmaturinn þinn, uppáhaldsdrykkur, uppáhaldstónlist, uppáhaldskvikmynd og uppáhaldsbók? Matur: Allt sem pabbi eldar. Drykkur: Appelsín og vatn. Tónlist: Hlusta á allt. Kvikmynd: Notebook. Bók: Hef aðallega lesið skólabækur, engin í uppáhaldi.
Hver er uppáhaldskylfingurinn þinn nefndu 1 kvenkylfing og 1 karlkylfing? Kvk: Suzann Pettersen. Kk: Phil Mickelson.
Hvert er draumahollið? Ég og…. (nefna 3 kylfinga) Ég, Rory McIlroy, Tiger Woods og Phil Mickelson.
Hvað er í pokanum hjá þér og hver er uppáhaldskylfan þín? Ping G10 driver og 5 tré, ping G15 20°blendingur, ping i20 járn pw-4, titleist vokey 52°og 56° wegde-ar, ping s 60° wegde og ping pútter. Pútterinn er búinn að vera í uppáhaldi í sumar.
Hefur þú verið hjá golfkennara – ef svo er hverjum? Já, ég hef verið hjá Nökkva (Gunnarssyni, PGA golfkennara NK)
Ertu hjátrúarfull? Nei, get ekki sagt það.
Hvert er meginmarkmið í golfinu og í lífinu? Markmiðið í golfinu er að komast til Bandaríkjanna í háskóla og svo vonandi á mótaraðir úti. Meginmarkmið í lífinu er að lifa hamingjusömu lífi.
Hvað finnst þér best við golfið? Útiveran, fjölbreytnin og félagsskapurinn.
Hversu há prósenta af golfinu hjá þér er andleg (í keppnum)? Ég hugsa að það sé nokkuð há prósenta.
Ertu með gott ráð sem þú getur gefið kylfingum? Hugsa um eitt högg í einu og ekki hengja haus ef það gengur illa, alltaf að halda áfram með bros á vör.
Að síðustu: hver er framtíðarplönin nú í sumar og síðan í framtíðinni? Framtíðarplönin í sumar eru að standa mig vel í mótunum sem eftir eru. Framtíðarplönin eru að fara út í háskóla.
- júlí. 4. 2022 | 22:00 GÖ: Ásgerður og Þórir Baldvin klúbbmeistarar 2022
- júlí. 4. 2022 | 20:00 Sigmar Arnar fór holu í höggi!
- júlí. 4. 2022 | 18:00 PGA: Poston sigraði á John Deere Classic
- júlí. 4. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Stefán Garðarsson – 4. júlí 2022
- júlí. 4. 2022 | 14:00 Haraldur og Kristjana eignuðust stúlku!
- júlí. 3. 2022 | 18:00 Evróputúrinn: Adrian Meronk skrifaði sig í golfsögubækurnar – fyrsti pólski sigurvegarinn á Evróputúrnum!!!
- júlí. 3. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Baldvin Örn Berndsen – 3. júlí 2022
- júlí. 3. 2022 | 15:00 GB: Hansína og Bjarki klúbbmeistarar 2022
- júlí. 3. 2022 | 13:00 LET: Guðrún Brá komst ekki g. niðurskurð á Amundi German Masters – Maja Stark sigraði
- júlí. 3. 2022 | 12:00 GVS: Heiður Björk og Helgi Runólfs klúbbmeistarar 2022
- júlí. 3. 2022 | 10:00 GSS: Una Karen sigraði á Kvennamótinu!
- júlí. 3. 2022 | 07:00 NGL: Andri Þór lauk keppni á PGA Championship Landeryd Masters
- júlí. 3. 2022 | 00:34 LIV: Branden Grace sigraði á 2. móti arabísku ofurgolfmótaraðarinnar á Pumpkin Ridge!
- júlí. 2. 2022 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (27/2022)
- júlí. 2. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Gunnar Þór Sigurjónsson – 2. júlí 2022