Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 4. 2013 | 19:30

Lewis sigraði á Opna breska

Stacy Lewis bar sigur úr býtum á 4. risamóti kvennagolfsins nú í kvöld á Old Course á St. Andrews í Skotlandi.

Næstar á eftir henni í 2. sæti urðu Na Yeon Choi og Park þ.e. Hee Young, ekki Inbee Park, sem var að reyna að sigra á 4. risamótinu í röð á sama almanaksárinu, fyrst bæði kven- og karlkylfinga í lengri tíma til þess að eiga tækifæri á því. Inbee landaði hins vegar 42. sætinu.

Sigurvegarinn Stacy Lewis lék á samtals 8 undir pari, 280 höggum (67 72 69 72) – ekkert sérstakt skor og höfum við oft séð það mun betra hjá Inbee í ár, en af 4 hringjum eru m.a. eins og sést tvö skor yfir 70! Inbee virðist hreinlega hafa farið á taugum og spilaði aldrei vel í mótinu var á samtals 6 yfir pari (69 73 74 76), ef undan eru skilin fyrri 9 á fyrsta hring. Þá var hún komin á 5 undir par  og allt stefndi í að hún ætlaði að rúlla mótinu upp og færa okkur söguleg úrslit!!!

NY Choi og Hee Young Park voru 2 höggum á eftir Stacy á samtals 6 undir pari, hvor.  Einu höggi á eftir þeim voru þær Morgan Pressel, forystukona mótsins eftir 54 holur og norska frænka okkar og nýjasti golfskóarhönnuður Nike, Suzann Pettersen og deildu þær 4. sætinu.

Ein í 6. sæti varð síðan hin bandarísk-mexíkanska Lizette Salas, sem oftsinnis er búin að vera meðal topp-10 á árinu, í hverju stórmótinu á fætur öðru, en hefir ekki enn sigrað á fyrsta móti sínu á LPGA, hvað þá risamóti. Þegar hún vinnur fyrsta mót sitt sem atvinnumaður verður það svo sannarlega verðskuldað!!!

Til þess að sjá lokastöðuna á Opna breska SMELLIÐ HÉR: