Tiger Woods
Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 5. 2013 | 15:00

Tiger sigraði á Bridgestone Invitational

Tiger Woods stóð uppi sem sigurvegari á Bridgestone Invitaional í gærkvöldi og fátt sem kemur á óvart þar.

Hann lék lokahringinn af öryggi –  á pari – fékk 16 pör 1 fugl og 1 skolla. Samtals lék Tiger á 15 undir pari, 265 höggum (66 61 68 70) og átti 7 högg á þá sem næstir komu.

Í 2. sæti á samtals 8 undir pari, 272 höggum urðu þeir Keegan Bradley og Henrik Stenson. Í 4.-6. sæti á samtals 6 undir pari, hver, urðu síðan þeir Miguel Ángel Jiménez, Zach Johnson og Jason Dufner.

Þegar sigurinn var í höfn tók Tiger son sinn Charlie í fangið sem var að fylgjast með 5. sigri föður síns í ár og jafnframt 8. sigri Tiger á Bridgestone Invitational.

Charlie og Tiger Woods

Charlie og Tiger Woods

Þetta er 79. sigur Tiger á PGA Tour og nú á hann aðeins eftir að sigra í 3 mótum til þess að jafna mótamet Sam Snead (82 mót) um flesta sigra á PGA.

Til þess að sjá lokastöðuna á Bridgestone Invitational SMELLIÐ HÉR: 

Til þess að sjá hápunkta 4. og lokahrings Bridgestone Invitational SMELLIÐ HÉR: 

Til þess að sjá högg 4. dags sem Martin Kaymer átti á 15. holu  á Bridgestone Invitational SMELLIÐ HÉR: