
Tiger sigraði á Bridgestone Invitational
Tiger Woods stóð uppi sem sigurvegari á Bridgestone Invitaional í gærkvöldi og fátt sem kemur á óvart þar.
Hann lék lokahringinn af öryggi – á pari – fékk 16 pör 1 fugl og 1 skolla. Samtals lék Tiger á 15 undir pari, 265 höggum (66 61 68 70) og átti 7 högg á þá sem næstir komu.
Í 2. sæti á samtals 8 undir pari, 272 höggum urðu þeir Keegan Bradley og Henrik Stenson. Í 4.-6. sæti á samtals 6 undir pari, hver, urðu síðan þeir Miguel Ángel Jiménez, Zach Johnson og Jason Dufner.
Þegar sigurinn var í höfn tók Tiger son sinn Charlie í fangið sem var að fylgjast með 5. sigri föður síns í ár og jafnframt 8. sigri Tiger á Bridgestone Invitational.
Þetta er 79. sigur Tiger á PGA Tour og nú á hann aðeins eftir að sigra í 3 mótum til þess að jafna mótamet Sam Snead (82 mót) um flesta sigra á PGA.
Til þess að sjá lokastöðuna á Bridgestone Invitational SMELLIÐ HÉR:
Til þess að sjá hápunkta 4. og lokahrings Bridgestone Invitational SMELLIÐ HÉR:
Til þess að sjá högg 4. dags sem Martin Kaymer átti á 15. holu á Bridgestone Invitational SMELLIÐ HÉR:
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024