Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 4. 2013 | 17:00

Grand Slam möguleikar Inbee að engu orðnir

Inbee Park sagði í morgun að tilraun hennar til þess að verða fyrsti kylfingur sögunnar til að sigra í 4 risamótum í röð væru „næstum ómögulegar“ nú. Og hún hafði rétt fyrir sér.

Jafnvel þótt veðrið hafi leikið við kylfinga á St. Andrews í morgun, virtist Inbee ekki ná að sökkva neinum púttum.

Hún lauk við 3. hring á 2 yfir pari, 74 höggum , heilum 9 höggum á eftir forystukonunni efti 54 holur, Morgan Pressel.

Ekki tók við betra á 4. hring hjá Inbee, líklegast vonbrigðin farin að segja til sín, fyrir utan að hún virtist verulega ströggla á Old Course… hún lauk keppni á 4. hring á 5 yfir pari, 76 höggum eða samtals 6 yfir pari, 294 höggum (69 73 74 76) og má til sanns vegar færa að leikur hennar hafi farið hríðversnandi eftir því sem leið á mótið.  Hún lauk keppni jöfn 4 öðrum (þ.á.m. áhugamanninum unga Lydiu Ko) í 42. sæti.

Nú er verið að leika lokaholurnar á Old Course á þessu 4. risamóti ársins í kvennagolfinu og spennan að ná hámarki.

Hver stendur uppi sem sigurvegari?:…. Stacy Lewis, Na Yeon Choi, Morgan Pressel eða Suzann Pettersen, tvær síðastnefndu geta þó væntanlega ekki gert meir en að knýja fram umspil. Meira um það í úrslitafréttum í kvöld