Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 5. 2013 | 16:30

Evróputúrinn: GMac kylfingur júlímánaðar

Graeme McDowell  hefir verið valinn The Race to Dubai kylfingur júlímánaðar á Evróputúrnum eftir að hafa orðið 2. kylfingur til þess að sigra fleira en eitt mót á Evrópumótaröðinni í ár, þ.e. the Alstom Open de France.

McDowell fékk áritaðan disk og risaflösku af Moët & Chandon kampavíni, fyrir vikið.

McDowell, sem hélt upp á 34. afmælisdagsins s.l. þriðjudag fyrir viku sagði: „Það er frábært að hafa annað tilefni til þess að halda upp á til viðbótar afmælinu mínu í þessari viku.  Það var augljóslega frábært að sigra á Opna franska. Þetta er frábær golfvöllur sem mér hefir alltaf fundist að mér gæti gengið vel á.“

McDowell er nú í hópi þeirra sem koma til greina til að hljóta titilinn Kylfingur ársins 2013 á Evróputúrnum, en hinir eru: Chris Wood (janúar), Darren Fichardt (febrúar), Marcel Siem (mars), Raphaël Jacquelin (april), Matteo Manassero (maí) og Justin Rose (júní).