Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 6. 2013 | 14:00

Flestir veðja á Tiger

Tiger Woods er sá sem sigurstranglegastur þykir á næsta risamóti sem hefst 8. ágúst þ.e. á fimmtudaginn í þessari viku. Skv. veðbanka nokkrum í Las Vegas (Las Vegas bookmakers) þykir hann m.a. tvisvar sinnum líklegri til að sigra í mótinu en nr. 2 á heimslistanum, Phil Mickelson. Sá sem á titil að verja Rory McIlroy og Adam Scott eru þeir einu skv. veðbankanum sem eru með betri líkur en 1:25 til að sigra PGA Championship. Hér má sjá líkurnar á sigri skv. veðbankanum í Las Vegas:  (Mikið rosalega væri gaman ef Craig Stadler eða Ben Crenshaw ynnu eftir að maður hefði sett óheyrilega háa summu á þá!!! 🙂 • TIGER WOODS Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 6. 2013 | 12:00

Afmæliskylfingur dagsins: Bert Yancey – 6. ágúst 2013

Afmæliskylfingur dagsins er Bert Yancey. Albert Winsborough Yancey eins og Bert hét fullu nafni fæddist 6. ágúst 1938 og dó 26. ágúst 1994, 56 ára að aldri.  Hefði Yancey lifað hefði hann átt 75 ára stórafmæli í dag!!! Yancey fæddist í Chipley, Flórída en bjó mikinn hluta ævinnar í Atlanta, Georgia.  Á háskólaárum sínum var hann í United States Military Academy í West Point, New York og var fyrirliði golfliðsins.  Hann þjáðist alla ævi af maníu-depressívu og varði m.a. 9 mánuði á geðdeild hersins í Valley Forge í Pennsylvaníu en eftir veru sína þar var hann leystur með láði undan herskyldu. Geðkvillar Yancey héldust í skefjum til ársins 1974 en þá gat hann keppt Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 6. 2013 | 10:00

Lauru Davies vantar í liðið!

Liselotte Neumann  fyrirliði liðs Evrópu í Solheim Cup tilkynnti s.l. sunnudag, líkt og Meg Mallone , fyrirliði liðs Bandaríkjanna, hverjar skipuðu lið hennar á Solheim Cup sem fram fer í Parker, Colorado 16.-19. ágúst n.k. Eftirfarandi kylfingar eru í liði Neumann: Suzann Pettersen (Noregur), Carlota Ciganda (Spánn), Catriona Matthew (Skotland) ,  Caroline Masson (Þýskaland) , Beatriz Recari (Spánn), Anna Nordqvist (Svíþjóð), Karine Icher (Frakkland)  Azahara Muñoz (Spánn), Jodi Ewart Shadoff (England), Caroline Hedwall (Svíþjóð), Giulia Sergas (Ítalía), og Charley Hull (England) – sem er yngst í liði Evrópu 17 ára. Nokkra athygli vekur að golfdrottningin enska Laura Davies, sem verður 50 ára n.k. október hlaut enga náð fyrir augum Neumann, sem er Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 6. 2013 | 09:00

Wie valin í Solheim Cup lið USA!

Meg Mallon tilkynnti eftir Ricoh Opna breska risamótið að Michelle Wie og Gerina Piller væru val sitt sem fyrirliða í Solheim Cup lið Bandaríkjanna. Valið, sérstaklega á Wie kemur eflaust mörgum á óvart en hún er búin að eiga eitthvert lakasta tímabil ferils síns það sem af er árinu. Jafnframt var tilkynnt hverjar 12 skipuðu lið Mallon í Solheim Cup sem fram fer 16.-18. ágúst n.k. í Colorado Golf Club í Parker Colorado. Þær eru: Stacy Lewis, Paula Creamer, Cristie Kerr, Angela Stanford, Brittany Lincicome, Lexi Thompson, Jessica Korda og Brittany Lang. Jafnframt eru í liðinu Lizette Salas og Morgan Pressel og val fyrirliða: Michelle Wie og Gerina Piller. „Ég Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 6. 2013 | 08:30

Heimslistinn: Tiger trónir á toppnum

Allt er óbreytt meðal efstu 9 á heimslistanum.  Nr. 1 Tiger Woods eykur forskot sitt á hina ef eitthvað er er kominn með 14, 18 stig meðan sá sem næstur honum er í 2. sæti Phil Mickelson er „aðeins“ með 8.56 stig.  Það munar rúmum 5,5  stigum á þeim og er því eflaust langt í að nokkur nái að velta Tiger úr efsta sæti heimslistans! Það er ekki fyrr en í 10. sæti sem verða breytingar en Keegan Bradley er kominn inn á topp-10 fer úr 17. sætinu og í 10. sætið. Henrik Stenson, sem ásamt Bradley varð í 2. sæti á Bridgestone heimsmótinu fer líka upp – þ.e. fer Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 6. 2013 | 08:15

GKJ: Sveitir GKJ í Sveitakeppni GSÍ 2013

Helgina 16-18 ágúst fer sveitakeppni GSÍ fram í meistaraflokki. Búið er að skipa keppnissveitir GKj og eru þær skipaðar eftirtöldum kylfingum:   Karlasveit GKj 2013 Hvaleyrarvöllur 16-18 ágúst   Björn Óskar Guðjónsson Davíð Gunnlaugsson Jón Hilmar Kristjánsson Magnús Lárusson Kristján Þór Einarsson Páll Theodórsson Rúnar Óli Einarsson Theodór Emil Karlsson   Liðstjóri: Eyjólfur Kolbeins   Kvennasveit GKj 2013 Hólmsvöllur 16-18 ágúst Arna Hilmarsdóttir Arna Rún Kristjánsdóttir Hanna Lilja Sigurðardóttir Heiða Guðnadóttir Nína Björk Geirsdóttir Katrín Dögg Hilmarsdóttir Kristín María Þorsteinsdóttir

Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 6. 2013 | 08:00

Evróputúrinn: 12 ára kínverskur strákur Ye-Wo Cheng tekur þátt í European Masters

12 ára strákur Ye Wo-Cheng  spilar í næsta mánuði á European Masters í Sviss. Ye Wo-Cheng frá Kína er meðal þeirra sem er fastagestur í mótum sem Evrópu- og Asíutúrinn standa sameiginlega að. Fyrr á árinu varð Ye yngsti kylfingur í sögu Evrópumótaraðarinnar til að taka þátt í móti mótaraðarinnar, þ..e. Opna kínverska. Ye komst ekki í gegnum niðurskurð eftir að hafa átt 2 hringi upp á 79. Annar kínverskur kylfingur, Guan Tianlang skrifaði sig líka í golfsögubækurnar á The Masters risamótinu í vor, fyrir að vera sá yngsti til að tía upp þar, þ.e. 14 ára …. og komast í gegnum niðurskurð! European Masters sem Ye tekur þátt í Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 6. 2013 | 06:55

GN: Óðinn Þór, Petrún og Bjarni Sigþór sigruðu í Neistafluginu

Á laugardaginn s.l. fór fram Neistaflug GN og Síldarvinnslunnar á Grænanesvelli á Neskaupsstað. Þátttakendur voru 82, 10 kven- og 72 karlkylfingar.  Leikfyrirkomulag var höggleikur án forgjafar og verðlaun veitt fyrir 3 efstu sætin í karla – og kvennaflokki og fyrir 5 efstu sætin í einum opnum flokki í punktakeppni. Eins voru veitt 4 nándarverðlaun og dregið úr skorkortum þátttakenda í mótslok. Helstu úrslit í Neistaflugi 2013 voru eftirfarandi: Efstu sætin í punktakeppni með forgjöf: 1 Óðinn Þór Ríkharðsson GKG 1 F 19 18 37 37 37 2 Petrún Björg Jónsdóttir GVS 12 F 12 24 36 36 36 3 Piotr Andrzej Reimus GFH 15 F 17 19 36 36 36 Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 5. 2013 | 21:30

Birgir Leifur sigraði í Einvíginu á Nesinu! – Keppti í úrslitum við Birgi Björn Magnússon!!!

Birgir Leifur Hafþórsson, GKG, bar sigur úr býtum í Einvíginu á Nesinu sem fram fór í dag á Nesvellinum. Þetta var í annað sinn sem Birgir Leifur sigrar á mótinu. Í úrslitum mættust þeir Birgir Leifur og Birgir Björn Magnússon, GK en hinn síðarnefndi er aðeins 16 ára gamall. Bráðabana þurfti til að skera úr um sigurvegara mótsins en þar hafði Birgir Leifur betur. Heimild: Visir.is

Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 5. 2013 | 17:45

GB: Sólveig, Jón og Steinar Snær sigruðu á Opna Borgarnesmótinu

Í gær, sunnudaginn 4. ágúst fór fram Opna Borgarnesmótið.  Þátttakendur voru 161; 28 kven- og 133 karlkylfingar. Helstu úrslit voru eftirfarandi: Í punktakeppni: 1. sæti   Steinar Snær Sævarsson  37 pkt 2. sæti  Daníel Örn Sigurðarson 37 pkt 3. sæti Arngrímur Benjamínsson 37 pkt 4. sæti Guðlaugur Guðjón Kristinsson 36 pkt 5. sæti Viktor Jónsson 35 pkt. 6. sæti Fjóla Pétursdóttir 35 pkt 7. sæti Rósa G Gestsdóttir 35 pkt 8. sæti Andri Már Guðmundsson 34 pkt 9. sæti Karl Sigurhjartarson 34 pkt 10. sæti Björn Jónsson 34 pkt   Í höggleik í karlaflokki – besta skor: 1.sæti  Jón Karlsson 73 högg Í höggleik í kvennaflokki – besta skor: 1. sæti  Lesa meira