Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 6. 2013 | 08:30

Heimslistinn: Tiger trónir á toppnum

Allt er óbreytt meðal efstu 9 á heimslistanum.  Nr. 1 Tiger Woods eykur forskot sitt á hina ef eitthvað er er kominn með 14, 18 stig meðan sá sem næstur honum er í 2. sæti Phil Mickelson er „aðeins“ með 8.56 stig.  Það munar rúmum 5,5  stigum á þeim og er því eflaust langt í að nokkur nái að velta Tiger úr efsta sæti heimslistans!

Það er ekki fyrr en í 10. sæti sem verða breytingar en Keegan Bradley er kominn inn á topp-10 fer úr 17. sætinu og í 10. sætið.

Henrik Stenson, sem ásamt Bradley varð í 2. sæti á Bridgestone heimsmótinu fer líka upp – þ.e. fer úr 19. sætinu upp í það 11., eða upp um heil 8 sæti!

Til þess að sjá heimslistann í heild SMELLIÐ HÉR: