Kínverski strákurinn Ye Wocheng, 12 ára
Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 6. 2013 | 08:00

Evróputúrinn: 12 ára kínverskur strákur Ye-Wo Cheng tekur þátt í European Masters

12 ára strákur Ye Wo-Cheng  spilar í næsta mánuði á European Masters í Sviss.

Ye Wo-Cheng frá Kína er meðal þeirra sem er fastagestur í mótum sem Evrópu- og Asíutúrinn standa sameiginlega að.

Fyrr á árinu varð Ye yngsti kylfingur í sögu Evrópumótaraðarinnar til að taka þátt í móti mótaraðarinnar, þ..e. Opna kínverska.

Ye komst ekki í gegnum niðurskurð eftir að hafa átt 2 hringi upp á 79.

Annar kínverskur kylfingur, Guan Tianlang skrifaði sig líka í golfsögubækurnar á The Masters risamótinu í vor, fyrir að vera sá yngsti til að tía upp þar, þ.e. 14 ára …. og komast í gegnum niðurskurð!

European Masters sem Ye tekur þátt í fer fram í svissnesku Ölpunum, þ.e. í Crans-sur-Sierre, 5.-8. september n.k.