Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 6. 2013 | 10:00

Lauru Davies vantar í liðið!

Liselotte Neumann  fyrirliði liðs Evrópu í Solheim Cup tilkynnti s.l. sunnudag, líkt og Meg Mallone , fyrirliði liðs Bandaríkjanna, hverjar skipuðu lið hennar á Solheim Cup sem fram fer í Parker, Colorado 16.-19. ágúst n.k.

Eftirfarandi kylfingar eru í liði Neumann:

Suzann Pettersen (Noregur), Carlota Ciganda (Spánn), Catriona Matthew (Skotland) ,  Caroline Masson (Þýskaland) , Beatriz Recari (Spánn), Anna Nordqvist (Svíþjóð), Karine Icher (Frakkland)  Azahara Muñoz (Spánn), Jodi Ewart Shadoff (England), Caroline Hedwall (Svíþjóð), Giulia Sergas (Ítalía), og Charley Hull (England) – sem er yngst í liði Evrópu 17 ára.

Laura Davies

Laura Davies

Nokkra athygli vekur að golfdrottningin enska Laura Davies, sem verður 50 ára n.k. október hlaut enga náð fyrir augum Neumann, sem er skömm því þótt henni hafi ekki gengið vel líkt og e.t.v. Michelle Wie í liði Bandaríkjanna þá er hún með langmestu reynslu allra liðsmanna Evrópu í Solheim Cup – hefir verið með óslitið allt frá upphafi í 12 skipti …. allt þar til nú!