Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 6. 2013 | 12:00

Afmæliskylfingur dagsins: Bert Yancey – 6. ágúst 2013

Afmæliskylfingur dagsins er Bert Yancey. Albert Winsborough Yancey eins og Bert hét fullu nafni fæddist 6. ágúst 1938 og dó 26. ágúst 1994, 56 ára að aldri.  Hefði Yancey lifað hefði hann átt 75 ára stórafmæli í dag!!!

Bert Yancey

Bert Yancey

Yancey fæddist í Chipley, Flórída en bjó mikinn hluta ævinnar í Atlanta, Georgia.  Á háskólaárum sínum var hann í United States Military Academy í West Point, New York og var fyrirliði golfliðsins.  Hann þjáðist alla ævi af maníu-depressívu og varði m.a. 9 mánuði á geðdeild hersins í Valley Forge í Pennsylvaníu en eftir veru sína þar var hann leystur með láði undan herskyldu.

Geðkvillar Yancey héldust í skefjum til ársins 1974 en þá gat hann keppt í golfi.  Hann vann 7 mót á PGA Tour á ferli sínum á 13 keppnistímabilum. Hann varð líka 6 sinnum meðal 5 efstu í risamótum þ.e.: The Masters 1967 (3. sæti); Opna bandaríska 1968 (3. sæti); The Masters 1970 (4. sæti), Opna breska 1973 (5. sæti) og Opna bandaríska 1974 (T-3).

Árið 1974 gerðu veikindi Yancey aftur vart við sig og var hann aðalmaðurinn í nokkrum skrítnum uppákomum, þar sem hann var handtekinn í kjölfarið og stungið inn á stofnun.  Ein slík uppákoma átti sér stað á LaGuardia flugvelli 1975.  Yancey klifraði þar upp á stiga og skipaði öllum hvítum að standa öðrum meginn og þeldökkum hinum megin í salnum og hélt síðan þrumuræðu um slæmsku kynþáttafordóma. Í ræðunni hélt hann m.a. fram að hann ætti öll auðævi Howard Hughes og að hann ætlaði að finna lækninguna við krabbameini.

Yancey þakkaði Dr. Jane Parker og Payne Whitney sjúkrahúsinu það að hafa sjúkdómsgreint sig réttilega og í kjölfarið var skrifað upp á Lithium fyrir hann. Lithium-ið hins vegar hafði þau áhrif að hendur hans skulfu, sem gerðu erfitt fyrir Yancey og eiginlega ómögulegt að spila keppnisgolf.  Þetta lagaðist ekki fyrr en lyfið Tegretol kom á markað, sem varð til þess að Yancey gat snúið aftur til hefbundins lífs.  Árið 1984 gerðist hann golfkennari 3 klúbba í Suður-Karólínu.  Hann spilaði m.a. á Öldungamótaröð PGA eftir að hann varð 50 ára, í ágúst 1988.  Síðustu 5 árin sem hann lifði var hann vinsæll ræðumaður og talsmaður fólks með geðkvilla.

Yancey fékk hjartaáfall 56 ára  í  Franklin Quest Championship í Park City, Utah, árið 1994. Hann fór í hjartastopp í tjaldi keppenda, þar sem hann  var að búa sig undir að fara að spila 1. hring og var úrskurðaður látinn nokkru síðar. Yancey vr jarðsettur í Oakland kirkjugarðinum í Tallahassee, Flórída, ekki langt þar frá þar sem hann ólst upp.

Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru:  Doug Ford, 6. ágúst 1922 (91 árs); Morten Hagen, 6. ágúst 1974 (39 ára); Karlin Beck, 6. ágúst 1987 (26 ára)

 …… og ……

 

Golf 1 óskar afmæliskylfingunum og öðrum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið!

Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta afmæliskylfings getið í upptalningu kylfinga, sem eiga afmæli hafið samband við golf1@golf1.is