Ólafur Björn Loftsson, NK. Mynd: GSÍ
Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 9. 2013 | 16:15

Eimskipsmótaröðin (5): Ólafur Björn leiðir eftir 1. dag – hann var sá eini sem lék undir pari!

Ólafur Björn Loftsson, NK,  leiðir á 5. stigamóti Eimskipsmótaraðarinnar, Símamótinu, eftir 1. dag.

Hann var jafnframt sá eini sem skilaði skori undir pari!

Ólafur Björn lék á 1 undir pari, 70 höggum, en engum keppendanna 48 tókst að brjóta 70 í dag.

Á hringnum fékk Ólafur Björn tvo skolla (á fyrri hring þ.e. par-5 3. brautina og par-4 6. brautina) en fór síðan í gang á seinni 9 þar sem hann fékk 3 fugla ( á par-5 12. brautinni, par-5 14. brautinni og par-3 17. brautinni).

Í 2. sæti aðeins 1 höggi á eftir er Rúnar Arnórsson, GK, á sléttu pari 71 höggi – en á hringnum fékk Rúnar glæsiörn á par-5 14. brautina!!!!, fugl á par-4 6. brautina og skolla á par-4 5., par-5 16. og par-4 18. brautirnar)

Þriðja sætinu deila síðan Guðjón Henning Hilmarsson, GKG og Arnar Snær Hákonarson,GR báðir á 1 yfir pari og í 5. sæti er Þórður Rafn Gissurarson, GR á 2 yfir pari.

Sjötta sætinu deila síðan þeir Alfreð Brynjar Kristinsson, GKG, Andri Þór Björnsson, GR, Bjarki Pétursson, GB og Kjartan Dór Kjartansson, GKG á 3 yfir pari, hver.

Í 10. sæti eru síðan Emil Þór Ragnarsson,GKG, Ragnar Már Garðarsson, GKG Örn Ævar Hjartarsson og Örvar Samúelsson, GA allir á 4 yfir pari, hver.

Birgir Leifur Hafþórsson, GKG, deilir síðan 14. sæti ásamt þeim Arnóri Ingi Finnbjörnssyni, GR, Daníel Hilmarssyni, GKG og Ólafi Hreini Jóhannessyni, GSE.

Til þess að sjá heildarstöðuna eftir 1. dag á Símamótinu SMELLIÐ HÉR: 

eða hér:

1 Ólafur Björn Loftsson NK -2 F 37 33 70 -1 70 70 -1
2 Rúnar Arnórsson GK 0 F 35 36 71 0 71 71 0
3 Guðjón Henning Hilmarsson GKG 2 F 35 37 72 1 72 72 1
4 Arnar Snær Hákonarson GR 1 F 37 35 72 1 72 72 1
5 Þórður Rafn Gissurarson GR -1 F 36 37 73 2 73 73 2
6 Kjartan Dór Kjartansson GKG 4 F 35 39 74 3 74 74 3
7 Alfreð Brynjar Kristinsson GKG 1 F 36 38 74 3 74 74 3
8 Andri Þór Björnsson GR -1 F 39 35 74 3 74 74 3
9 Bjarki Pétursson GB 1 F 33 41 74 3 74 74 3
10 Emil Þór Ragnarsson GKG 3 F 37 38 75 4 75 75 4
11 Örvar Samúelsson GA 3 F 39 36 75 4 75 75 4
12 Örn Ævar Hjartarson GS 1 F 37 38 75 4 75 75 4
13 Ragnar Már Garðarsson GKG 1 F 39 36 75 4 75 75 4
14 Birgir Leifur Hafþórsson GKG -3 F 36 40 76 5 76 76 5
15 Daníel Hilmarsson GKG 6 F 38 38 76 5 76 76 5
16 Ólafur Hreinn Jóhannesson GSE 3 F 40 36 76 5 76 76 5
17 Arnór Ingi Finnbjörnsson GR 1 F 36 40 76 5 76 76 5
18 Hrafn Guðlaugsson GSE 3 F 41 36 77 6 77 77 6
19 Sigmundur Einar Másson GKG 1 F 35 43 78 7 78 78 7
20 Kristinn Árnason GR 4 F 40 39 79 8 79 79 8
21 Guðbjartur Örn Gunnarsson GKG 6 F 42 38 80 9 80 80 9
22 Magnús Magnússon GKG 7 F 41 39 80 9 80 80 9
23 Jón Hilmar Kristjánsson GKJ 6 F 46 34 80 9 80 80 9
24 Ingi Heimisson GKG 7 F 38 43 81 10 81 81 10
25 Guðmundur Örn Árnason NK 5 F 40 41 81 10 81 81 10
26 Dagur Jónasson NK 5 F 40 41 81 10 81 81 10
27 Theodór Emil Karlsson GKJ 3 F 39 42 81 10 81 81 10
28 Birgir Guðjónsson GR 3 F 40 41 81 10 81 81 10
29 Brynjólfur Einar Sigmarsson GKG 4 F 42 40 82 11 82 82 11
30 Haukur Már Ólafsson GKG 5 F 38 44 82 11 82 82 11
31 Ingi Rúnar Gíslason GS 2 F 38 44 82 11 82 82 11
32 Hjörtur Brynjarsson GSE 5 F 41 42 83 12 83 83 12
33 Benedikt Sveinsson GK 5 F 47 36 83 12 83 83 12
34 Gísli Ólafsson GKJ 8 F 42 42 84 13 84 84 13
35 Adam Örn Stefánsson GSE 8 F 42 42 84 13 84 84 13
36 Ragnar Þór Ragnarsson GKG 7 F 48 36 84 13 84 84 13
37 Gísli Þór Þórðarson GR 5 F 40 44 84 13 84 84 13
38 Björgvin Sigmundsson GS 4 F 41 44 85 14 85 85 14
39 Kristinn Arnar Ormsson NK 7 F 44 42 86 15 86 86 15
40 Dagur Ebenezersson GKJ 5 F 44 42 86 15 86 86 15
41 Jón Trausti Kristmundsson GR 9 F 42 46 88 17 88 88 17
42 Óttar Helgi Einarsson GKG 9 F 46 42 88 17 88 88 17
43 Snorri Páll Ólafsson GR 7 F 42 46 88 17 88 88 17
44 Óli Kristján Benediktsson GHH 10 F 47 42 89 18 89 89 18
45 Aron Bjarni Stefánsson GSE 7 F 45 46 91 20 91 91 20
46 Bjarki Freyr Júlíusson GKG 5 F 48 45 93 22 93 93 22
47 Daníel Atlason GR 7 F 52 47 99 28 99 99 28