Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 9. 2013 | 17:30

Íslandsbankamótaröðin (6): Ólöf María efst í stelpuflokki eftir 1. dag

Það er Íslandsmeistarinn í holukeppni í stelpuflokki og klúbbmeistari GHD 2013, Ólöf María Einarsdóttir úr Golfklúbbnum Hamri á Dalvík, sem er efst eftir í stelpuflokki á Íslandsmótinu í höggleik, sem hófst í dag á Hólmsvelli í Leiru.

Ólöf María lék á 15 yfir pari, 87 höggum, fékk 7 pör, 7 skolla og 4 skramba.  Vel gert hjá Ólöfu Maríu í „Leirulogninu“ sem var í dag!

Í 2. sæti er „heimakonan“ Kinga Korpak, GK á 20 yfir pari, 92 höggum og í 3. sæti er Gerður Hrönn Ragnarsdóttir, GR, á 22 yfir pari, 94 höggum.

Sjá má stöðuna í stelpuflokki á Íslandsmótinu í höggleik unglinga hér að neðan:

1 Ólöf María Einarsdóttir GHD 7 F 45 42 87 15 87 87 15
2 Kinga Korpak GS 17 F 48 44 92 20 92 92 20
3 Gerður Hrönn Ragnarsdóttir GR 15 F 46 48 94 22 94 94 22
4 Sunna Björk Karlsdóttir GR 15 F 51 44 95 23 95 95 23
5 Hekla Sóley Arnarsdóttir GK 17 F 53 47 100 28 100 100 28
6 Sóley Edda Karlsdóttir GR 16 F 55 48 103 31 103 103 31
7 Eva María Gestsdóttir GKG 28 F 53 55 108 36 108 108 36
8 Hulda Clara Gestsdóttir GKG 20 F 63 47 110 38 110 110 38
9 Herdís Lilja Þórðardóttir GKG 23 F 58 54 112 40 112 112 40