Signý Arnórsdóttir, GK. Mynd: Golf 1
Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 9. 2013 | 16:30

Eimskipsmótaröðin (5): Signý í forystu í kvennaflokki eftir 1. dag

Signý Arnórsdóttir, GK, lék best allra 18 keppendanna í kvennaflokki á 5. móti Eimskipsmótaraðarinnar, Símamótinu.

Signý lék á samtals 1 yfir pari, 72 höggum á hring þar sem hún fékk 4 fugla, 10 pör og 3 skolla og 1 skramba.

Í 2. sæti aðeins 1 höggi á eftir Signýju er Íslandsmeistarinn í höggleik, Sunna Víðisdóttir, GR, en hún lét á 2 yfir pari, 73 höggum og fékk 2 fugla, 12 pör og 4 skolla.

Í 3. sæti eru klúbbmeistari GS 2013 , Karen Guðnadóttir og Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK, en þær léku báðar á 6 yfir pari, 77 höggum.

Í 5. sæti er síðan „heimakonan“ Ingunn Gunnarsdóttir, GKG, á 8 yfir pari, 79 höggum.

Til þess að sjá stöðuna í kvennaflokki Símamótsins eftir 1. hring SMELLIÐ HÉR: 

eða sjáið hér:

1 Signý Arnórsdóttir GK 6 F 39 33 72 1 72 72 1
2 Sunna Víðisdóttir GR 2 F 37 36 73 2 73 73 2
3 Karen Guðnadóttir GS 7 F 41 36 77 6 77 77 6
4 Guðrún Brá Björgvinsdóttir GK 4 F 40 37 77 6 77 77 6
5 Ingunn Gunnarsdóttir GKG 7 F 38 41 79 8 79 79 8
6 Berglind Björnsdóttir GR 5 F 43 37 80 9 80 80 9
7 Hansína Þorkelsdóttir GKG 12 F 43 38 81 10 81 81 10
8 Ragna Björk Ólafsdóttir GKG 7 F 40 41 81 10 81 81 10
9 Halla Björk Ragnarsdóttir GR 9 F 42 42 84 13 84 84 13
10 Íris Katla Guðmundsdóttir GR 9 F 41 43 84 13 84 84 13
11 Valdís Þóra Jónsdóttir GL 4 F 44 40 84 13 84 84 13
12 Hildur Rún Guðjónsdóttir GK 14 F 45 41 86 15 86 86 15
13 Ingunn Einarsdóttir GKG 8 F 44 43 87 16 87 87 16
14 Högna Kristbjörg Knútsdóttir GK 12 F 41 48 89 18 89 89 18
15 Saga Ísafold Arnarsdóttir GK 12 F 49 44 93 22 93 93 22
16 Hulda Birna Baldursdóttir GKG 13 F 51 46 97 26 97 97 26