Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 9. 2013 | 12:45

Íslandsbankamótaröðin (6): Íslandsmót unglinga í höggleik hófst í Leirunni í morgun

Íslandsmót unglinga í höggleik hófst í morgun en það er að þessu sinni leikið á Hólmsvelli og er í umsjá Golfklúbbs Suðurnesja.  Mótið er sjötta stigamót sumarsins á Íslandsbankamótaröðinni; leiknar eru 54 holur á þremur dögum. Keppt í sex aldursflokkum, fullt er í mótið og myndast hafa biðlistar í nokkra flokka.

Samhliða Íslandsmótinu þá heldur Golfklúbbur Sandgerðis mót á Áskorendamótaröð Íslandsbanka.  Ríflega 60 kylfingar eru þar skráðir til leiks og leika þeir 36 holur sem er nýung á þessari mótaröð en venjulega leiknar 18 holur. Mótið fer fram laugardag og sunnudag. Áskorendamótaröðin er ætluð þeim kylfingum sem ekki ná inn á Íslandsbankamótaröðina vegna fjölda takmarkanna.

Flokkar:

Stelpur 14 ára og yngri.

Strákar 14 ára og yngri.

Telpur 15-16 ára.

Drengir 15-16 ára.

Stúlkur 17-18 ára.

Piltar 17-18 ára.