Bjarki Pétursson, GB. Photo: Golf 1
Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 9. 2013 | 11:45

Eimskipsmótaröðin (5): Bjarki byrjar vel

Bjarki Pétursson, GB, byrjar vel á 5. móti Eimskipsmótaraðarinnar, Símamótinu, sem hófst í morgun.

Hann er að vísu aðeins búinn að spila 3 holur, en þar hefur honum tekist að fá 2 fugla og leiðir því í karlaflokki á 2 undir pari, sem stendur.

Fuglar Bjarka komu á par-4 1. holunni og par-5 3. holu Leirdalsvallar.

Vonandi að næstu 15 holur spilist eins hjá Bjarka!

Til þess að fylgjast með stöðunni á 1. degi Símamótsins SMELLIÐ HÉR: