Solheim Cup hefst í kvöld
Solheim Cup hefst í kvöld en keppnin sem er á milli liða Evrópu og Bandaríkjanna er sambærileg Ryder Cup hjá körlunum. Leikið er í Parker, Colorado að þessu sinni þ.e. þær bandarísku á heimavelli. Lið Bandaríkjanna þykir sigurstranglegra í ár; enda hefir liði Evrópu aldrei tekist að sigra þær bandarísku á heimavelli. Firnasterkir kylfingar eru þó í báðum liðum: Stacy Lewis fyrir Bandaríkin og Suzann Pettersen f.h. Evrópu þar fremstar í flokki, enda hæst skrifaðar á Rolex-heimslistanum; Stacy er nr. 2 og Suzann nr. 3. Liðin eru skipuð eftirfarandi leikmönnum: Lið Evrópu: Liselotte Neumann er fyrirliði og Annika Sörenstam og Carin Koch aðstoðarfyrirliðar. Leikmenn: Suzann Pettersen, Noregi. Carlota Ciganda, Spáni. Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Eggert Valur Guðmundsson – 15. ágúst 2013
Afmæliskylfingur dagsins er Eggert Valur Guðmundsson. Eggert Valur er fæddur 15. ágúst 1963 og á því 50 ára stórafmæli í dag. Eggert er kvæntur Eygló Har. Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska honum til hamingju með afmælið hér að neðan: Eggert Valur Guðmundsson (50 ára – Innilega til hamingju með stórafmælið!!!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli eru: Jack White, f. 15. ágúst 1873 – d. 1949 (140 ára afmæli í dag!!!) Katy Harris (nýliði á LPGA 2012) 15. ágúst 1979 (34 ára); Elin Andersson, 15. ágúst 1983 (30 ára stórafmæli!!!) og …… Kjartan Dor Kjartansson , GKG, 29 ára Ég Er Sjómaður · 70 ára stórafmæli!!! Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öðrum Lesa meira
Hitlersstytta á minigolfvelli gagnrýnd
Farand-mínígolfvöllur hefir hlotið mikla gagnrýni fyrir að vera með styttur af einræðisherrunum Adolf Hitler og Saddam Hussein. Þegar t.a.m. er slegið í gegnum Hitler lyftir styttan upp hægri handlegg og hrópar „Nein, Nein, Nein!!!“ … sem er nokkuð sem hefir vakið mikla athygli og jafnvel hrifningu hjá hinum yngstu. Michael Samuels, yfirmaður í stjórn Gyðinga í Bretlandi sagði Hitler styttuna „ekki hafa nokkurt listrænt gildi.“ Stytturnar eru hluti af innanhúss-farandminigolfvelli á vegum fyrirtækisins Doug Fishbone and Friends: Adventureland Golf og geta þeir sem eru á leið til Englands barið herlegheitin augum ef áhugi er fyrir hendi en minigolfvöllurinn verður í Derby’s Quad í 16 daga frá og með 31. ágúst 2013. Addressan: Market Place Cathedral Lesa meira
GVG: Pétur og Hugrún sigruðu í Kristmundarbikarnum
Laugardaginn s.l. 10. ágúst 2013 fór Kristmundabikarinn fram á Bárarvelli í Grundarfirði hjá Golfklúbbnum Vestarr. Frábært veður lék við keppendur og mjög gott skor í mótinu. 34 keppendur tóku þátt og þáðu glæsilegar veitingar í boði Fjölskyldu Kristmundar að móti loknu. Úrslit urðu þessi. 1 sæti. Pétur V og Hugrún, á 65 höggum nettó 2 sæti, Margeir og Gunnar Björn á 66 höggum 3 sæti, Högni og Davíð á 67 höggum 4 sæti, Magnús og Garðar á 68 höggum 5 sæti, Guðlaugur og Guðrún á 68 höggum. Næst holu 4 braut, Pétur V, 3.09m 8 braut, Svanhildur 2.13m 13 braut, Gunnar Björn, 2,16m 17 braut, Magnús, 4.48m Annað högg á Lesa meira
Golfútbúnaður: Nýi dræver Tiger
Fyrir rúmum mánuði setti Tiger nýjan rauðhaus-dræver í pokann hjá sér og fyrir 3 vikum vann hann Bridgestone Invitational aðeins 2 vikum eftir að hann fór að nota nýja dræverinn! Tiger skipti yfir í Nike VR_S Covert Tour driver á Opna breska. Hann notaði þann dræver aðeins nokkrum sinnum á Muirfield, en sýndi síðan af hverju hann skipti um dræver í Firestone Country Club. Á Bridgestone vann Tiger 5. titil sinn árið 2013, og 18. titil sinn á heimsmóti af 42 sem hann hefir tekið þátt í. Hann átti 7 högg á Henrik Stenson sem var í 2. sæti. Tiger hafði á þeim tíma aðeins spilað 8 hringi með nýja drævernum og Lesa meira
GK: Halldór fór holu í höggi!
Halldór Jónsson , GK; fór holu í höggi á 10. braut (Sandvíkinni) á Hvaleyrarvelli í dag, 14. ágúst 2013, en það gerði hann í síðasta innanfélagsmóti GK í sumar. Sandvíkin er 164 metrar af gulum teigum. Golf 1 óskar Halldóri til haminju með draumahöggið!
Hver er kylfingurinn: Jonas Blixt?
Svíinn Jonas Blixt náði 4. sætinu á PGA Championship risamótinu um s.l. helgi. Hann er ekki eitt af þekktari nöfnunum á PGA Tour en er hægt og rólega að vinna sér nafn með góðri frammistöðu eins og á PGA Championship s.l. helgi. En hver er kylfingurinn Jonas Blixt kunna sumir að spyrja? Jonas Blixt fæddist í Nässjö í Svíþjóð 24. apríl 1984 og er því 29 ára. Hann á sama afmælisdag og ekki ófrægari kylfingar en Lee Westwood og Lydia Ko. Blixt spilaði í bandaríska háskólagolfinu með FSU þ.e. Florida State University og var hann m.a. second team All-American 2007 og first team All-American árið 2008. Hann var All-ACC sem Lesa meira
Afmæliskylfingur dagins: José Eusebio Cóceres – 14. ágúst 2013
Afmæliskylfingur dagsins er José Eusebio Cóceres. Hann er fæddur 14 ágúst 1963 í Chaco í Argentínu og á því 50 ára stórafmæli í dag. Cóceres var einn af 11 systkinum ólst upp í 2 herbergja íbúð. Hann gerðist ungur kylfusveinn og kenndi sjálfum sér að spila golf, enda varð hann ungur að sjá fyrir sjálfum sér. Árið 1986 gerðist hann atvinnumaður og ávann sér sæti á Evrópumótaröðinni eftir að hafa komist í gegnum Q-school 1990. Hann átti erfitt til að byrja með árin 1991 og 1992, en var á túrnum ár hvert frá árinu 1993. Árið 2000 náði hann hápunkti á ferli sínum þegar hann varð í 13. sæti á stigalistanum. Lesa meira
Vögg Dufner – myndskeið
Bandaríski kylfingurinn JasonDufner hefir, líkt og flestir kylfingar, sína rútínu (ens. pre-shot rutine) sem hann er búinn að koma sér upp áður en hann slær högg í móti. Rútínan gegnir m.a. því hlutverki að róa taugar kylfinga, sem oftar en ekki eru þanndar í mótum, hvað þá stórmótum. Rútína Dufners virðist felast í því að vagga kylfunni (á ensku nefnt waggles) allt að því 10 sinnum yfir boltanum áður en látið er vaða. Dufner bregður aldrei út af rútínu sinni. Nú er einhver snillingurinn búinn að klippa saman myndskeið af Dufner þar sem hann sést vagga kylfu sinni yfir boltanum áður en hann tekur högg í ýmsum mótum en sjá Lesa meira
Westwood flippar út á Twitter eftir hrun á lokahring PGA Championship … en baðst síðan afsökunar
Lee Westwood var á 6 yfir pari, 76 höggum á lokahring PGA Championship risamótsins s.l. helgi og lauk keppni í 33. sæti. Þetta er í 2. skiptið í röð sem hann brotnar niður á lokahring í risamóti. Hann var s.s. allir muna á 75 höggum í Opna breska og kastaði frá sér 2 högga forystu sem hann var í fyrir lokahringinn. Á mánudaginn s.l. – daginn eftir að Jason Dufner fagnaði fyrsta sigri sínum á PGA Championship fór Westy á kostum á Twitter eða eigum við að segja að hann hafi gerst þar frægur að endemum. Hann skammaðist út í allt og alla – einkum þá sem gagnrýndu hann í Lesa meira







