Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 15. 2013 | 12:00

Hitlersstytta á minigolfvelli gagnrýnd

Farand-mínígolfvöllur hefir hlotið mikla gagnrýni fyrir að vera með styttur af einræðisherrunum Adolf Hitler og Saddam Hussein.

Þegar t.a.m. er slegið í gegnum Hitler lyftir styttan upp hægri handlegg og hrópar „Nein, Nein, Nein!!!“ … sem er nokkuð sem hefir vakið mikla athygli og jafnvel hrifningu hjá hinum yngstu.

Michael Samuels, yfirmaður í stjórn Gyðinga í Bretlandi sagði Hitler styttuna „ekki hafa nokkurt listrænt gildi.“

Stytturnar eru hluti af innanhúss-farandminigolfvelli á vegum fyrirtækisins Doug Fishbone and Friends: Adventureland Golf og geta þeir sem eru á leið til Englands barið herlegheitin augum ef áhugi er fyrir hendi en minigolfvöllurinn verður í Derby’s Quad í 16 daga frá og með 31. ágúst 2013.

Addressan:

Market Place Cathedral Quarter, Derby DE1 3AS, United Kingdom
Sími: +44 1332 290606

Fyrirsvarsmaður ofangreinds fyrirtækis, sem er með stytturnar tvær umdeildu innanborðs,  Peter Bonnell,  sagði að markmiðið með þeim væri að hæðast að einræði, koma af stað umræðu og mennta ungviðið.