Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 15. 2013 | 08:00

Golfútbúnaður: Nýi dræver Tiger

Fyrir rúmum mánuði setti Tiger nýjan rauðhaus-dræver í pokann hjá sér og fyrir 3 vikum vann hann Bridgestone Invitational aðeins 2 vikum eftir að hann fór að nota nýja dræverinn!

Tiger skipti yfir í Nike VR_S Covert Tour driver á Opna breska. Hann notaði þann dræver aðeins nokkrum sinnum á Muirfield, en sýndi síðan af hverju hann skipti um dræver í Firestone Country Club.

Poki Tiger Woods

Poki Tiger Woods

Á Bridgestone vann Tiger 5. titil sinn árið 2013, og 18. titil sinn á heimsmóti af 42 sem hann hefir tekið þátt í.  Hann átti 7 högg á Henrik Stenson sem var í 2. sæti. Tiger hafði á þeim tíma aðeins spilað 8 hringi með nýja drævernum og græddi á þeim tíma $1,749,377, sem  sagt … Tiger vann að meðaltali  $218,672 á hring með nýja VR_S Covert Tour dræverinn í pokanum.

Eftir að hann fór að nota nýja dræverinn er hann í 6. sæti þegar kemur að dræv lengd (315.1 yardar/288 metra) og jafn öðrum í 11. sæti þegar kemur að nákvæmni í drævum (62.50% hittni brautar), en hvorutveggja var yfir meðaltali hans.

Tiger hafði notað  Nike VR Pro driver í yfir 3 ár, en líkt og aðrir kylfingar sem eru á samningi hjá Nike s.s.  Rory McIlroy, Nick Watney, Kyle Stanley og Francesco Molinari skipti hann yfir í nýja Covert dræverinn.

Jafnvel þó sagt sé að dræver Tiger sé í raun 3. eða 4 kynslóð af  VR_S Covert Tour modeinu, þá virðist hann vera mjög líkur þeim sem fæst á markaði nema ekki er hægt að skrúfa hann þ.e. stilla fláann á kylfunni.  Dræver Tiger er 9.5 ° með Mitsubishi Diamana White Board 73X skafti.

Augljóslega þarf nr. 1 ekki að vera að skrúfa til dræverinn sinn, þar sem hann er með heilan her af verkfræðingum Nike í Nike Tour bílnum, sem redda hvaða breytingum sem Tiger vill gera á kylfum sínum, þegar Tiger keppir.

Á Bridgestone notaði Tiger líka í fyrsta sinn Nike TW’14 skóna sína.

Til þess að skoða Nike Tour útbúnað, skoðið  Nike Zone.