Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 14. 2013 | 14:00

Vögg Dufner – myndskeið

Bandaríski kylfingurinn JasonDufner hefir, líkt og flestir kylfingar,  sína rútínu (ens. pre-shot rutine) sem hann er búinn að koma sér upp áður en hann slær högg í móti.

Rútínan gegnir m.a. því hlutverki að róa taugar kylfinga, sem oftar en ekki eru þanndar í mótum, hvað þá stórmótum.

Rútína Dufners virðist felast í því að vagga kylfunni (á ensku nefnt waggles) allt að því 10 sinnum yfir boltanum áður en látið er vaða.

Dufner bregður aldrei út af rútínu sinni.

Nú er einhver snillingurinn búinn að klippa saman myndskeið af Dufner þar sem hann sést vagga kylfu sinni yfir boltanum áður en hann tekur högg í ýmsum mótum en sjá má myndskeiðið með því að SMELLA HÉR: