Jonas Blixt
Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 14. 2013 | 18:00

Hver er kylfingurinn: Jonas Blixt?

Svíinn Jonas Blixt náði 4. sætinu á PGA Championship risamótinu um s.l. helgi.  Hann er ekki eitt af þekktari nöfnunum á PGA Tour en er hægt og rólega að vinna sér nafn með góðri frammistöðu eins og á PGA Championship s.l. helgi.

En hver er kylfingurinn Jonas Blixt kunna sumir að spyrja?

Jonas Blixt

Ungur Jonas Blixt

Jonas Blixt fæddist í Nässjö í Svíþjóð 24. apríl 1984 og er því 29 ára. Hann á sama afmælisdag og ekki ófrægari kylfingar en Lee Westwood og Lydia Ko.  Blixt spilaði í bandaríska háskólagolfinu með FSU þ.e. Florida State University og var hann m.a. second team All-American 2007 og first team All-American árið 2008. Hann var All-ACC sem unglingur og í first team All-ACC árið 2008. Síðan var hann PING All Southeast Region árið 2008.  Hann sigraði á Inverness Intercollegiate árið 2007 og var 5 sinnum  meðal efstu 5 í einstaklingskeppni og auk þess tvisvar í 6. sæti í öðrum háskólamótum 2008. Hann vann 4 mót á háskólaferli sínum og var útnefndur All-Nicklaus heiðurfélagi árið 2008.

Blixt keppti í Palmer Cup árin 2007 og 2008.

Atvinnumannsferill Blixt

Blixt gerðist atvinnumaður 2008 og keppti á einu Nationwide Tour móti á því keppnistímabili.  Árið 2009 tók Blixt þátt í öðrum 20 mótum og vann sér inn yfir  $120,000. Þó Blixt spilaði aðallega í Bandaríkjunum þá var hann einnig að spila á Áskorendamótaröð Evrópumótaraðarinnar.

Blixt  fékk kortið sitt á PGA Tour árið 2012 eftir að hafa orðið í 5. sæti á stigalista Nationwide Tour 2012. Í maí 2012 varð Blixt T-3 á  HP Byron Nelson Championship, en hann var jafn öðrum í toppsætinu þar til skolli á 71. holu gerði vonir hans um sinn fyrsta sigur á PGA Tour að engu. Eftir að hafa tekið þátt í the Memorial Tournament í júní 2012 missti Blixt tvo mánuði af keppnistímabilinu vegna rifbeinsbrota. Blixt hóf aftur að spila á PGA Tour Fall Series og varð aftur í 3. sæti á  Justin Timberlake Shriners Hospitals for Children Open.

Fyrsti sigur Jonas Blixt á PGA Tour kom á Frys.com mótinu

Fyrsti sigur Jonas Blixt á PGA Tour kom á Frys.com Open mótinu

Vikuna þar á eftir á Frys.com Open, vann Blixt nýliðann Jason Kokrak  og gamla brýnið Tim Petrovic  með 1 höggi og var fyrsti sigur hans á PGA Tour staðreynd ….. og það eftir að hafa aðeins spilað í 19 mótum á PGA Tour.

Jonas Blixt eftir sigurinn 2013 á Greenbriar Classic

Jonas Blixt eftir sigurinn 2013 á Greenbriar Classic

Í ár sigraði Blixt á  Greenbrier Classic  átti tvö högg á 4 leikmenn sem urðu í 2. sæti þ.á.m.  Johnson Wagner, sem átti 4 högg á Blixt eftir 3. hring. Með þessum sigri ávann Blixt sér m.a. þátttökurétt í  Masters Tournament árið 2014.  Þó PGA Championship 2013 hafi aðeins verið 2. risamót á ferli Blixt þá náði hann engu að síður 4. sætinu, sem er stórglæsilegur árangur hjá þessum unga Svía!

Hér má sjá yfirlit yfir sigra Jonas Blixt sem áhugamanns: 

  • 2001 European Boys Championship
  • 2005 Gator Invitational
  • 2006 Shoal Creek Intercollegiate
  • 2007 Inverness Intercollegiate, ACC Championship

PGA Tour sigrar:

Nr. Dags. Mót Sigurskor Skor Högg á næsta mann 2. sæti
1 14. okt 2012 Frys.com Open 66-68-66-68=268 –16 1 högg United States Jason KokrakUnited States Tim Petrovic
2 7. júlí 2013 Greenbrier Classic 66-67-67-67=267 –13 2 högg Australia Steven BowditchAustralia Matt Jones,
United States Johnson WagnerUnited States Jimmy Walker