
Afmæliskylfingur dagins: José Eusebio Cóceres – 14. ágúst 2013
Afmæliskylfingur dagsins er José Eusebio Cóceres. Hann er fæddur 14 ágúst 1963 í Chaco í Argentínu og á því 50 ára stórafmæli í dag.
Cóceres var einn af 11 systkinum ólst upp í 2 herbergja íbúð. Hann gerðist ungur kylfusveinn og kenndi sjálfum sér að spila golf, enda varð hann ungur að sjá fyrir sjálfum sér.
Árið 1986 gerðist hann atvinnumaður og ávann sér sæti á Evrópumótaröðinni eftir að hafa komist í gegnum Q-school 1990. Hann átti erfitt til að byrja með árin 1991 og 1992, en var á túrnum ár hvert frá árinu 1993. Árið 2000 náði hann hápunkti á ferli sínum þegar hann varð í 13. sæti á stigalistanum. Cóceres sigraði tvívegis á Evróputúrnum í Heineken Open Catalonia árið 1994 og í Dubai Desert Classic árið 2000.
Árið 2001 skipti Cóceres yfir á PGA Tour. Í fyrstu gekk honum ekki vel, hann komst ekki í gegnum niðurskurð 7 sinnum og var aðeins tvisvar meðal efstu 10, en þessir tveir sigrar hans voru í WorldCom Classic – The Heritage of Golf og the National Car Rental Golf Classic Disney.
Cóceres var fyrsti Argentínumaðurinn til þess að sigra á PGA Tour frá því að Roberto De Vicenzo tókst það árið 1968 í Houston Champions International. Hann handleggsbrotnaði í byrjun árs 2002 og hefir átt í erfiðleikum með golfið síðan þá. Cóceres hefir ekki spilað á PGA Tour frá árinu 2009 þó hann sé enn með leikrétt vegna veikinda sinna.
Alls hefir Cóceres sigrað 18 sinnum: 2 á PGA Tour; 2 á Evrópumótaröðinni og 14 sinnum í Suður-Ameríku.
Loks þessarar samantektar um Cóceres mætti geta þess að árið 2002 varð hann 3. kylfingurinn til þess að hljóta æðstu viðurkenningu sem íþróttamönnum hlotnast í Argentínu Olimpia de Oro („Gullna Olympia“).
Aðrir frægir kylfingar og golftengdir aðilar sem eiga afmæli í dag eru: Paul Broadhurst, 14. ágúst 1965 (47 ára) ….. og ….. GSÍ, 14. ágúst 1912 (101 ára) ….. og …..
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024