Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 15. 2013 | 10:00

GVG: Pétur og Hugrún sigruðu í Kristmundarbikarnum

Laugardaginn s.l. 10. ágúst 2013 fór Kristmundabikarinn fram á Bárarvelli í Grundarfirði hjá Golfklúbbnum Vestarr.
Frábært veður lék við keppendur og mjög gott skor í mótinu.

34 keppendur tóku þátt og þáðu glæsilegar veitingar í boði Fjölskyldu Kristmundar að móti loknu.

Úrslit urðu þessi.

1 sæti. Pétur V og Hugrún, á 65 höggum nettó
2 sæti, Margeir og Gunnar Björn á 66 höggum
3 sæti, Högni og Davíð á 67 höggum
4 sæti, Magnús og Garðar á 68 höggum
5 sæti, Guðlaugur og Guðrún á 68 höggum.

Næst holu
4 braut, Pétur V, 3.09m
8 braut, Svanhildur 2.13m
13 braut, Gunnar Björn, 2,16m
17 braut, Magnús, 4.48m
Annað högg á 1/10 braut. Hárprúðir.

Einnig var dregið úr skorkortum og fóru flestir keppendur heim með einhver verðlaun að lokum.

Mótanefnd vill þakka stuðningsaðilum fyrir góðan stuðning og fjölskyldu Kristmundar fyrir glæsilegar veitingar að mót loknu.