Þórdís Geirdsdóttir, klúbbmeistari kvenna í GK 2013 og 2016 og Íslandsmeistari 50+ 2016. Verður hún líka Íslandsmeistari 35+???
Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 16. 2013 | 19:45

Þórdís Geirs fór holu í höggi!!!

Þórdís Geirsdóttir, klúbbmeistari GK 2013,  sló draumahögg allra kylfinga í Bergvíkinni (3. braut Hólmsvallar í Leiru) í dag í 1. umferð Sveitakeppni GSÍ í 1. flokki kvenna.

Við höggið notaði Þórdís 6-járn en Bergvíkin er um 136 metra af bláum teigum.

Þetta er þriðja skiptið sem Þórdís fer holu í höggi!  Glæsilegt!!!

Golf 1 óskar Þórdísi til hamingju með ásinn!!!