Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 16. 2013 | 03:30

PGA: 2 efstir og jafnir á Sedgefield

Tveir eru efstir og jafnir á Sedgefield golfvellinum í Greensboro, Norður-Karólínu þar sem Wyndham golfmótið, mót vikunnar á PGA fer fram. Þetta er jafnframt síðasta mótið fyrir FedEx Cup umspilið.

Þeir sem deila 1. sæti eftir 1. dag eru  Chris Stroud og Ross Fisher, en báðir spiluðu þeir 1. hring mótsins á 6 undir pari, 64 höggum.

Hvorki fleiri né færri en 8 kylfingar deila 3. sætinu þ.á.m Jordan Spieth og Sergio Garcia, en allir í 3. sæti eru á 5 undir pari, 65 höggum.

Fimm kylfingar deila 11. sæti þ.á.m. Charles Howell III, en allir í 11. sæti eru búnir að spila á 4 undir pari og þvi ekki nema 2 högg sem aðskilja 1. sæti og 15. sætið.

Frekar lág skor í góðum aðstæðum á Wyndham Championship.

Til þess að sjá stöðuna eftir 1. dag á Wyndham SMELLIÐ HÉR:

Til þess að sjá hápunkta 1. dags á Wyndham SMELLIÐ HÉR:

Til þess að sjá högg 1. dags sem var glæsiörn Charles Howell III á 15. braut á Wyndham SMELLIÐ HÉR: