Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 16. 2013 | 19:30

Solheim Cup: Staðan 3-1 fyrir Evrópu eftir morgunleiki 1. dags

Keppnin á Solheim Cup hófst kl. 7:40 að staðartíma í Parker, Colorado eða kl. 13:40 í hádeginu að íslenskum tíma með viðureign Önnu Nordqvist og Caroline Hedwall annars vegar og Stacy Lewis og nýliðans Lizette Salas hins vegar í fjórmenningi.  Öllum að óvörum vann „sænska lið“ Önnu og Íslandsvinarins Carolinar Hedwall… á óvörum vegna þess að Stacy Lewis er nú einu sinni nr. 2 á heimslistanum!!!  Frábært hjá Caroline og Önnu!!!!   Sigur þeirra var nokkuð öruggur undir óvæginni Colorado sólinni 4&2.

Nr. 3 á Rolex-heimslistanum Suzann Petterson og Beatriz Recari unnu Brittany Lang og Angelu Stanford frá Texas í nokkuð jöfnum leik 2&1.  „Þetta var góður leikur,“ sagði Lang að leik loknum. „Suzann setti niður ótrúleg pútt, ég meina óralöng og það var það sem gerði gæfumuninn.“  Já, norska frænka okkar bregst ekki!!!

Eini leikurinn fyrir lið Evrópu sem tapaðist var leikur, sem a.m.k. Golf 1 taldi að væri nokkuð öruggur fyrir Evrópu: hin reynslumikla 43 ára skoska Catriona Matthew og nýliðinn flotti Jodi Eward Shadoff töpuðu sínum leik 3&2 fyrir hressri og frískri Morgan Pressel og nýliðanum í liði Bandaríkjanna Jessicu Korda.

Óvæntustu úrslitin voru etv. í viðureign Paulu Creamer og Christie Kerr gegn Karine Icher og Azahara Muñoz, en Karine og Aza unnu bandarísku stjörnutvenndina 2&1.

„Þetta er snemma í keppninni“ sagði Stanford „Það er bara föstudagsmorgun“  – Staðreyndin er hins vegar sú að Evrópa þarf aðeins 14 vinninga en bandaríska liðið 14 1/2 til þess að ná Solheim bikarinn til sín.  Nú þarf evrópska liðið aðeins 11 vinninga í viðbót. Frábær byrjun hjá liði Evrópu!!!