Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 20. 2013 | 08:00

„Það hefði verið hræðilegt að tapa“

Hin skoska Catriona Matthew sagði að í hvert sinn sem hún tæki þátt nú í Solheim Cup væri skemmtilegra að taka þátt …. engin furða því Evrópa hefir jú sigrað s.l. tvö einvígi.

Nú er staðan 8-5 þ.e. bandarísk Solheim Cup lið hafa sigrað 8 sinnum – lið Evrópu 5 sinnum.

Fyrir keppnina í Killeen Castle árið 2011 var staðan 8-3 og yfirburðir Bandaríkjamanna slíkir að farið var að ræða um að hætta að keppa við lið Evrópu og koma þess í stað upp meira spennandi keppni milli Bandaríkjanna og úrvals kvenkylfinga frá Asíu.   Nú er annað upp á teningnum: Evrópa er verðugur andstæðingur, þó Golf 1 sjái ekki að eitt þurfi að útloka annað; það væri gaman að fylgjast með kvenútgáfu af Forsetabikarnum þ.e. bandarískar stúlkur gegn heimsúrvalinu að Evrópu undanskildu eða bandarískar stúlkur gegn kvenkylfingum Asíu.

Það mætti líka hugsa sér svipaðar keppnir t.d. lið Evrópu gegn heimsúrvalinu  að liði Bandaríkjanna undanskildu eða Asíu eða Ástralíu – golf er golf og þetta er allt jafn skemmtilegt og spennandi!!!

En aftur að því sem er efni greinarinnar.  Brot úr viðtali Herald Scotland við Catrionu Matthew. Catriona hefir 8 sinnum tekið þátt í Solheim Cup og þakkaði sigurinn nýliðunum.  „Þeir spiluðu virkilega vel“ sagði Catriona. „4-0 burst okkar á bandaríska liðinu á laugardags síðdeginu hleypti í okkur kjarkinn fyrir tvímenningsleiki sunnudagsins. Ef við hefðum tapað á sunnudeginum  þá hefði það verið hræðilegt.“

Þetta er í 3. sinn sem Catriona sigrar í Solheim Cup. Fyrsti sigurinn kom árið 2003 í Barsebäck í Svíþjóð. Þar náði Catriona sigurstiginu í leik á móti Rosie Jones og eins var Catriona lykilmaður í sigri liðs Evrópu í Killeen Castle á Írlandi árið 2011.  Nú í ár 2013 var hálfi vinningurinn sem hún náði í leik sínum gegn nýliða í bandaríska liðinu Gerinu Piller fyrir hreinum sigri Evrópu (þ.e. Evrópa komin með 14 1/2 stig á þeim tímapunkti í keppninni gegn 13 1/2 stigi Bandaríkjanna).

„Þeir sögðu mér þetta, þannig að ég vissi að ef ég næði hálfu stigi myndum við vinna hreinan sigur,“ sagði Catriona. Solheim

Catriona er nú nr. 8 á Rolex-heimslista kvenna og hápunktur ferils hennar er þegar hún vann Ricoh Opna breska risamót kvenna árið 2009, en hún sagði sigurinn í Cup 2013 hafa veið allt eins góðan.

„Í hvert sinn sem hægt er að halda upp á sigra með 11 liðsfélögum og öllum aðstoðarmönnunum, kylfusveinunum þá er það miklu meira spennandi og mun skemmtilegra,“ sagði Catriona, ein af bestu golfkonum sem North Berwick hefir alið. Hún hélt upp á sigurinn með eiginmanni sínum og kylfusveini, Graeme og móður sinni Joan.

Í þessari viku tekur Catriona þátt í  Canadian Open í Edmonton,  Kanada og síðan tekur hún þátt í the Aberdeen Asset Management Ladies’ Scottish Open á Archerfield, en það er titill, sem hún vann fyrir 2 árum.

Catriona, 44 ára var elsti og reynslumesti leikmaður Solheim Cup liðsins en Charley Hull, 17 ára sú yngsta. Catriona stóð eins og klettur á bakvið Charley í fyrra 2012, þegar breska kvengolfsambandið LGU ætlaði að banna Charley að taka þátt í Curtis Cup vegna þess að hún missti af æfingu þar sem hún var búin að tilkynna um þátttöku sína í Kraft Nabisco risamótinu í Bandaríkjunum.  LGU sá sig síðar um hönd og breytti afstöðu sinni, m.a. vegna þrýstings frá sterkum kylfingum á borð við Catrionu og Lauru Davies og Charely varð hluti af sigurliðinu í Curtis Cup!!

Catriona og Charley léku m.a. saman í einum af 4 fjórboltaleikjum á föstudags síðdeginu en töpuðu því miður leik sínum naumlega fyrir Cristie Kerr og Michelle Wie 2&1.  Árangur Charley er þó eftir sem áður stórglæsilegur (tveir sigrar eitt tap 2-0) en hún vann fjórboltann daginn eftir ásamt öðrum nýliða í liði Evrópu Jodi Ewart Shadoff gegn þeim Lexi Thompson og Paulu Creamer og síðan tvímenningsleik sinn gegn Paulu Creamer á sunnudeginum.

Það er rétt hjá Catrionu; nýliðarnir gerðu gæfumuninn.

Nú reynir Solheim lið Evrópu að verja titilinn og kemur til með að reyna að ná sigurþrennu í St. Leon Rot í Þýskalandi, þar sem Solheim Cup fer fram 2015.  Sjá má myndskeið þar sem Charley tjáir sig um Solheim keppnina 2015 SMELLIÐ HÉR: 

Hvort Catriona verður með skal ósagt látið – eitt er þó víst að hún er verðugur framtíðarfyrirliði í Solheim Cup líkt og Lotta Neumann, fyrstu sænsku konunnar til að sigra í risamóti (US Women´s Open 19888) og sem nú hefir að nýju skrifað sig í golfsögubækurnar.