Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 20. 2013 | 15:30

Streamsong í Flórída

Þeir eru frábærir markaðsfulltrúar Streamsong golfvallanna (Coore, rauðs og blás)  í Mið-Flórída, en þeir eru farnir að bjóða upp á 6 og 12 holu golfpakka.

Það er virkliega heitt í mið-Flórída um sumarið þannig að markaðsfulltrúar klúbbsins fóru að spá „út fyrir boxið“ til þess að fá menn til  að spila aðeins nokkrar holur og fá sér síðan flottan dinner og gott rauðvínsglas með.

Pakkaverðið er á mjög góðu verði …. og hefir tilboðinu verið vel tekið. Frábært að geta spilað svolítið golf og fengið sér síðan svalandi hressingu þegar jafn sjóðandi heitt er úti og í Flórída á þessum árstíma.

Ein helsta gagnrýnin á golf er hversu langan tíma taki að spila. Fólk hafi ekki tíma. Og þegar hitastigið er í kringum 40° er löngunin að spila golf ekki svo býsna mikil.  Hér er komið til móts við gagnrýnisraddirnar varðandi tímann og frábært að eiga val um að spila minna golf fyrir minna verð, en svo heitt er oft að menn hverfa frá eftir að hafa greitt fullt vallargjald og fá síðan ekki að spila heilan hring.

Gott framlag hjá Streamsong!