Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 20. 2013 | 00:30

Hull bað Creamer um eiginhandaráritun

Óhætt er að segja að hinn 17 ára enski undrakylfingur, Charley Hull hafi slegið í gegn á Solheim Cup í Parker, Colorado.

Sérstaklega verður leikur hennar gegn nr. 11 á heimslistanum, Paulu Creamer,  lengi í minnum hafður.

Ekki aðeins vegna þess að Charley vann þennan heimsþekkta kylfing (Paulu) með stærsta mun allra í Solheim Cup 2013, 5&4.

Nei, líka vegna þess að hún bað Paulu um eiginhandaráritun á golfbolta eftir hringinn fyrir vin sinn James, sem er mikill aðdáandi Paulu.

Frábær vinur hún Charley!  Hér má sjá myndskeið með viðtali við Charley Hull eftir sigurleikinn við Paulu, þar sem hún ræðir m.a. um það þegar hún bað Paulu um eiginhandaráritunina. Til þess að sjá viðtalið við Charley SMELLIÐ HÉR: 

Þess mætti loks geta að Golf 1 er fyrsti golffjölmiðill landsins til þess að fjalla um Charley og það löngu áður en hún varð jafn þekkt og hún er nú en sjá má nokkrar eldri greinar Golf 1 um Hull með því að SMELLA HÉR:  og SMELLA HÉR : og SMELLA HÉR: og SMELLA HÉR: