Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 19. 2013 | 05:00

PGA: Reed með sinn fyrsta sigur!!!

Það var nýliðinn Patrick Reed sem stóð uppi sem sigurvegari í Wyndham Championship, sem fram hefir farið nú um helgina í Greensboro, Norður-Karólínu.

Lesa má kynningu Golf 1 á Reed með því að SMELLA HÉR: 

Reed lék á samtals 266 höggum (65 64 71 66) líkt og Jordan Spieth frá Texas (65 66 70 65) og því varð að fara fram bráðabani milli þeirra beggja, þar sem Reed hafði betur á 2. holu. Fyrir sigurinn, sem er fyrsti sigur Reed á PGA Tour fékk Reed tékk upp á tæpa milljón bandaríkjadali (u.þ.b. 125 milljónir íslenskra króna) eða nákvæmlega $ 954.000

Þriðja sætinu deildu Brian Harman og John Huh á samtals 268 höggum, hvor, eða 2 höggum á eftir þeim Reed og Spieth.

Hér má sjá blaðaviðtal við Reed eftir sigurinn SMELLIÐ HÉR: 

Til þess að sjá lokastöðuna á Wyndham Championship SMELLIÐ HÉR: 

Til þess að sjá hápunktana á 4. degi Wyndham Championship SMELLIÐ HÉR: 

Til þess að sjá högg 4. dags á Wyndham Championship sem er frábært aðhögg Reed í bráðabananum sem tryggði honum fugl og sigurinn SMELLIÐ HÉR: