Hrafn Guðlaugsson, GSE. Mynd: Faulkner
Ragnheiður Jónsdóttir | september. 4. 2013 | 06:50

Bandaríska háskólagolfið: Hrafn í 1. sæti!!!

Þann 2.-3. september 2013 fór fram Alabama State Golf Classic mótið í Pratville, Alabama.

Þátttakendur voru 34 frá 5 háskólum.

Meðal þátttakenda voru Hrafn Guðlaugsson, GSE og Sigurður Gunnar Björgvinsson, GK og golflið Faulkner háskóla.

Hrafn gerði sér lítið fyrir og varð í 1. sæti í einstaklingskeppninni, en því sæti deild hann með Francis Berthiaume, frá ASU, sem varð í 1. sæti í liðakeppninni. Hrafn spilaði hringina tvo á samtals 2 undir pari 142 höggum (69 73).  Glæsilegur árangur þetta!!!

Sigurður Gunnar var hins vegar á 5 yfir pari, 149 höggum  (73 76) og varð í 12. sæti.

Lið Faulkner háskóla varð í 2. sæti í liðakeppninni.

Leikið var á Senators Course sem er  á RTJ Trail (Robert Trent Jones Trail) í Capitol Hill – sjá má völlinn með því að SMELLA HÉR: 

Til þess að sjá úrslitin í Alabama State Golf Classic SMELLIÐ HÉR: 

Næsta mót, sem þeir Hrafn, Sigurður Björgvin og golflið Faulkner munu spila á er the Emmanuel College Tournament í Hartwell, Georgíu, sem hefst 16. september n.k.