Þórður Rafn Gissurarson, GR. Mynd: Golf 1
Ragnheiður Jónsdóttir | september. 3. 2013 | 21:00

EPD: Þórður Rafn lauk keppni í 18. sæti í Þýskalandi

Þórður Rafn Gissurarson, GR, tók þátt í Preis des Hardenberg í Golf Club Hardenberg í Northeim, Þýskalandi.

Mótið fór fram 1.-3. september 2013.

Þórður Rafn lék á samtals 5 höggum yfir pari, 221 höggum (74 76 71) og lauk keppni í 18. sæti af þeim 46, sem komust í gegnum niðurskurðinn.

Glæsilegur árangur þetta!

Þórður Rafn fékk um kr. 70.000 íslenskra króna í verðlaunafé.

Til þess að sjá úrslitin í Preis des Hardenberg SMELLIÐ HÉR: