Ragnheiður Jónsdóttir | september. 4. 2013 | 11:30

Steve Stricker og Zach Johnson með í Forsetabikarnum

Síðustu tveir sem komust í lið Bandaríkjanna af sjálfdáðum í Forsetabikarnum, sem fram fer í Dublin, Ohio í næsta mánuði eru Zach Johnson og Steve Stricker.

Stricker varð í 2. sæti í Deutsche Bank Championship nú um s.l. helgi og Johnson í 27. sæti og þessi árangur tryggði báðum sæti í bandaríska Forsetabikarsliðinu.

Steve Stricker var áður búinn að senda Fred Couples, fyrirliða liðs Bandaríkjanna SMS þar sem sagði að ef hann næði ekki inn í liðið sjálfur vildi hann ekki að Couples veldi sig í liðið, en fyrirliðar fá að velja tvo kylfinga og á eftir að tilkynna um þá.

Lið Bandaríkjanna skartar nr. 1 á heimslistanum, Tiger Woods og lið Alþjóðaliðsins nr. 2 á heimslistanum Adam Scott …. og þannig hafa leikar oftast farið þ.e. að lið Bandaríkjanna hefir oftar borið sigur úr býtum.

Þannig verður  þetta í 10. sinn sem Forsetabikarinn er haldinn frá árinu 1994 og hefir Alþjóðaliðið aðeins 1 sinni unnið (á Royal Melbourne vellinum í Ástralíu 1998) og einu sinni haldið jöfnu (á Fancourt vellinum í George, Suður-Afríku 2003), en lið Bandaríkjanna hefir unnið Forsetabikarinn 7 sinnum.

Þeir 10 í hvoru liði sem hafa komist inn af eigin rammleik:

Í lið Bandaríkjanna:

Tiger Woods, Keegan Bradley, Jason Dufner,  Bill Haas, Matt Kuchar,  Hunter Mahan, Phil Mickelson, Brandt Snedeker, Steve Stricker og Zach Johnson.

Í Alþjóðaliðinu: Adam Scott, Angel Cabrera, Jason Day, Ernie Els, Branden Grace,  Graham DeLaet, Hideki Matsuyama, Louis Oosthuizen, Charl Schwartzel,   Richard Sterne.