
Immelman aftur á PGA
Suður-afríski kylfingurinn mun aftur spila á PGA Tour á næsta ári eftir að hafa sigrað á fyrsta mótinu af lokamótum Web.com Tour.
Immelman vann the Masters risamótið árið 2008 og fékk í kjölfarið 5 ára undanþágu til að spila á PGA Tour, en hefir gengið illa á undanförnum árum.
Þannig varð hann í 156. sæti árið 2009; í 156. sæti árið 2010, í 95. sæti 2011 og í 114. sæti 2012 og er í 143. sæti á þessu ári.
Mótið sem Immelman vann var the Hotel Fitness Championship í Sycamore Hills og átti hann 1 högg á þann sem varð í 2. sæti, Patrick Cantlay. Cantlay var með 3 högga forystu fyrir lokahringinn, sem Immelman vann upp með glæsihring upp á 6 undir pari, 66 högg.
Efstu 25 í Web.com Tour hljóta kortin sín á PGA Tour og þeir sem eru í sætum 26-75 keppa við þá sem eru nr. 126-200 um takmarkaðan spilarétt á PGA Tour.
Immelman, sem er í 143. sæti á FedEx Cup stigalistanum er nú öruggur með kortið sitt eftir sigurinn.
„Það er enginn vafi á því að þetta er stórt fyrir mig,“ sagði hann við blaðamann PGA Tour. „Þetta hefir verið langur og strangur gangur fyrir mig. Það voru svo mikil vonbrigði að missa kortið. Ég ætla ekkert að ljúgja, ég hef átt í erfiðleikum frá árinu 2008. Ég hef verið að velta fyrir mér hvort ég myndi nokkru sinni getað spilað eins og áður.“
Immelman bætti við: „Ég held að konan mín og fjölskylda skilji virkilega hversu pirrandi þetta hefir verið fyrir mig. Þetta er sætt og ég nýt þess.“
Um lokahringinn fína á Web.com mótinu sagði Immelman: „Ég hafði 8 undir pari, 64 högg í huganum. Patrick var að spila svo vel og það var engin ástæða til að halda að það yrði ekki framhald á. Ég hélt að ég yrði að vera á 64 til þess að eiga möguleika.“
Þess mætti að lokum geta að Immelman er „Íslandsvinur“, en hann kom m.a. til Íslands 2004 ásamt Tony Johnstoní tengslum við „Cannon Pro-Am mótin“ hjá Keili og spilaði Hvaleyrina.
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024