Ragnheiður Jónsdóttir | september. 15. 2013 | 18:00

Verðlaunahóf GSÍ – Myndasería

Verðlaunahóf Golfsambands Íslands fór fram í dag sunnudaginn 15. september í Íþrótta- og sýningarhöllinni í Laugardal og hófst hátíðin kl.16.

Veittar voru viðurkenningar fyrir stigahæstu kylfingana á Íslandsbankamótaröðinni 1.-3. sæti, stigahæstu kylfingana á Áskorendamótaröð Íslandsbanka 1.-3. sæti og stigahæstu kylfingana á Eimskipsmótaröðinni.

Þá voru veittar viðurkenningar til þeirra klúbba sem fengu flest stig á Eimskipsmótaröðinni í karla og kvennaflokki auk þess sem valdir voru efnilegustu kylfingar ársins 2013.

Efnilegustu kylfingar ársins 2013 eru Arnór Snær Júlíusson og Gunnhildur Kristjánsdóttir, bæði úr GKG.

Stigameistarar GSÍ á Eimskipsmótaröðinni eru systkinin Rúnar Arnórsson og Signý Arnórsdóttir úr GK.

Golf 1 var á staðnum og má sjá myndaseríu Golf 1 frá verðlaunahófinu með því að SMELLA HÉR: 

Sjá má myndaseríu GSÍ með því að SMELLA HÉR: