Rory McIlroy og Caroline Wozniacki í Kína, 1. nóvember 2011.
Ragnheiður Jónsdóttir | september. 16. 2013 | 17:30

Wozniacki tvítaði mynd af sofandi Rory

Reynt hefir verið að finna skýringar á erfiðleikum Rory McIlroy á golfvellinum 2013  þ.á.m. hefir nýju Nike kylfunum hans verið kennt um, pressunni að standa undir væntingum, geðluðrum hans en síðast og ekki síst sambandi hans við kærestu sína,  tennisstjörnuna Caroline Wozniacki.

Kannski er hægt að bæta einu við: Maðurinn þarfnast SVEFNS!!!

Wozniacki tvítaði í dag grínmynd af kæresta sínum, þ.e. Rory sofandi. Sjá má myndina hér að neðan:

Rory sofandi

Rory sofandi

En kannski, þar sem Rory er með gleraugun þegar hann sefur gæti þetta allt verið „hönnuð“ Twitter herferð af Caro og Rory til þess að sýna að þau geti vakið meiri athygli á sér með því að grínast heldur með því að vinna mót!