Ragnheiður Jónsdóttir | september. 15. 2013 | 15:45

Bandaríska háskólagolfið: Sunna hefur leik á Kingsmill í dag

Sunna Víðisdóttir, GR, Íslandsmeistarinn okkar í höggleik og golflið Elon taka þátt í William & Mary Invitational mótinu, sem fram fer á golfvelli Kingsmill Plantation, dagana 15. -17. september.

Mótið hefst í dag.  River golfvöllurinn sem hannaður er af Peter Dye þykir með djásnum bandarískra golfvalla.